Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-1 | Garðar með tvö mörk Stefán Hirst Friðriksson á Akranesvelli skrifar 8. ágúst 2012 18:30 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað í slæmu veðri á Skipaskaga og fengu bæði lið tækifæri til þess að komast yfir á upphafsmínútunum en án árangurs. Skagamenn náðu svo forystunni á 25. mínútu en þar var að verki Garðar Bergmann Gunnlaugsson en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar í netið. Skagamenn því með nokkuð verðskuldaða forystu þegar flautað var til leikhlés Það var ekki langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Fylkismönnum tókst að jafna. Þar var að verki Magnús Þórir Matthíasson hann fékk góða fyrirgjöf frá Tómasi Joð Þorsteinssyni inn á teiginn og kláraði hann færið vel. Tómasi Joð var svo vikið af velli á 57. mínútu en hann tæklaði Dean Martin við hornfánann og fékk réttilega að líta sitt seinna gula spjald. Virkilega klaufalegt hjá Tómasi og róðurinn þungur fyrir gestina í kjölfarið. Skagamenn nýttu sér liðsmuninn og var það Garðar Bergmann sem var aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fékk hann góða stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og setti boltann snyrtilega undir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Fylkismönnum tókst lítið að ógna Skagamönnum á lokamínútum leiksins og verðskuldaður 2-1 sigur heimamanna því staðreynd.Þórður: Hlupum og börðumst meira en þeir „Ég er sáttur með þetta í kvöld. Við hlupum og börðumst meira en þeir og þegar veðrið er svona þá snýst þetta svolítið um það," sagði Þórður Þetta var nokkuð sanngjarnt að mínu mati en þetta gat svosem dottið báðum megin í fyrri hálfleiknum. Eftir að þeir missa manninn útaf þá fannst mér þetta aldrei spurning hvort að við myndum skora heldur hvenær," bætti Þórður við. „Við stefnum á að blanda okkur í baráttuna um þriðja til fjórða sætið. Við munum reyna það sem við getum til þess að klóra okkur ofar í töflunni í næstu umferðum," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA, í leikslok.Garðar: Gaman að hækka markareikninginn „Þetta var vinnusigur hjá okkur í kvöld. Það var eljusemi og barátta í okkar mönnum og það þarf í svona leikjum. Við vissum að við þyrftum að ná í þrjú stig hérna í dag og er þetta því ánægjulegt," sagði Garðar. Garðar var valinn maður leiksins en hann skoraði bæði mörk sinna manna og var hann að vonum ánægður með það. „Það er alltaf gaman að skora og er ég alltaf ánægður með að skora. Það er ekkert að því að hækka markareikninginn sinn aðeins," sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson í leikslok.Ásmundur: Fannst frammistaðan verðskulda stig „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap hér í kvöld. Þetta var að mörgu leyti mjög erfitt í kvöld. Það voru erfiðar aðstæður og erum við t.d að fá á okkur fyrra markið sökum aðstæðna. Mér fannst frammistaða leikmanna verðskuldaða meira en tap hér í kvöld," sagði Ásmundur. „Það sem gerir okkur enn erfiðara fyrir var að mér fannst spjöldin sem við fáum hjá dómaranum nokkuð ódýr í sumum tilfellum. Vendipunkturinn í leiknum er að sjálfsögðu rauða spjaldið sem Tómas fær og fannst mér dómarinn gera mistök í fyrra spjaldinu sem hann gefur honum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað í slæmu veðri á Skipaskaga og fengu bæði lið tækifæri til þess að komast yfir á upphafsmínútunum en án árangurs. Skagamenn náðu svo forystunni á 25. mínútu en þar var að verki Garðar Bergmann Gunnlaugsson en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar í netið. Skagamenn því með nokkuð verðskuldaða forystu þegar flautað var til leikhlés Það var ekki langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Fylkismönnum tókst að jafna. Þar var að verki Magnús Þórir Matthíasson hann fékk góða fyrirgjöf frá Tómasi Joð Þorsteinssyni inn á teiginn og kláraði hann færið vel. Tómasi Joð var svo vikið af velli á 57. mínútu en hann tæklaði Dean Martin við hornfánann og fékk réttilega að líta sitt seinna gula spjald. Virkilega klaufalegt hjá Tómasi og róðurinn þungur fyrir gestina í kjölfarið. Skagamenn nýttu sér liðsmuninn og var það Garðar Bergmann sem var aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fékk hann góða stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og setti boltann snyrtilega undir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Fylkismönnum tókst lítið að ógna Skagamönnum á lokamínútum leiksins og verðskuldaður 2-1 sigur heimamanna því staðreynd.Þórður: Hlupum og börðumst meira en þeir „Ég er sáttur með þetta í kvöld. Við hlupum og börðumst meira en þeir og þegar veðrið er svona þá snýst þetta svolítið um það," sagði Þórður Þetta var nokkuð sanngjarnt að mínu mati en þetta gat svosem dottið báðum megin í fyrri hálfleiknum. Eftir að þeir missa manninn útaf þá fannst mér þetta aldrei spurning hvort að við myndum skora heldur hvenær," bætti Þórður við. „Við stefnum á að blanda okkur í baráttuna um þriðja til fjórða sætið. Við munum reyna það sem við getum til þess að klóra okkur ofar í töflunni í næstu umferðum," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA, í leikslok.Garðar: Gaman að hækka markareikninginn „Þetta var vinnusigur hjá okkur í kvöld. Það var eljusemi og barátta í okkar mönnum og það þarf í svona leikjum. Við vissum að við þyrftum að ná í þrjú stig hérna í dag og er þetta því ánægjulegt," sagði Garðar. Garðar var valinn maður leiksins en hann skoraði bæði mörk sinna manna og var hann að vonum ánægður með það. „Það er alltaf gaman að skora og er ég alltaf ánægður með að skora. Það er ekkert að því að hækka markareikninginn sinn aðeins," sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson í leikslok.Ásmundur: Fannst frammistaðan verðskulda stig „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap hér í kvöld. Þetta var að mörgu leyti mjög erfitt í kvöld. Það voru erfiðar aðstæður og erum við t.d að fá á okkur fyrra markið sökum aðstæðna. Mér fannst frammistaða leikmanna verðskuldaða meira en tap hér í kvöld," sagði Ásmundur. „Það sem gerir okkur enn erfiðara fyrir var að mér fannst spjöldin sem við fáum hjá dómaranum nokkuð ódýr í sumum tilfellum. Vendipunkturinn í leiknum er að sjálfsögðu rauða spjaldið sem Tómas fær og fannst mér dómarinn gera mistök í fyrra spjaldinu sem hann gefur honum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira