Fótbolti

PSG búið að kaupa Moura - fer til Frakklands í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Moura.
Lucas Moura. Mynd/Nordic Photos/Getty
Franska félagið Paris Saint-Germain er búið að ganga frá kaupum á brasilíska sóknarmanninum Lucas Moura frá Sao Paulo en hann hefur verið orðaður við Manchester United í allt sumar. Manchester United missti af kappanum á lokasprettinum en enska stórliðið átti ekki svar við peningamönnunum í PSG.

Frakkarnir hafa þegar keypt þá Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva frá AC Milan í sumar og með því að eyða 35 milljónum punda í Lucas Moura þá er sumareyðslan komin upp í 120 milljónir punda.

Paris Saint-Germain sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kom fram að Lucas Moura komi til PSG í janúar og skrifi undir fjögurra ára samning.

Lucas Moura er þessa stundina að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í London þar sem hann verður með brasilíska landsliðinu á móti Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×