Innlent

Fjöldi fólks fylgdist með hvölunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skagamenn fylgjast með hvölunum.
Skagamenn fylgjast með hvölunum. mynd/ guðmundur bjarki halldórsson.
Fjöldi fólks kom saman á Leyni á Akranesi, þar sem grindhvalirnir voru í morgun, til að fylgjast með þeim. Eins og greint var frá í morgun syntu um 200 hvalir nánast alveg upp í fjöruborðið. Þrír þeirra strönduðu svo og nutu aðstoð manna til að komast aftur á flot. Guðmundur Bjarki Halldórsson, íbúi á Akranesi, var með myndavélina á lofti og smellti af þessum myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×