Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 1-1 | Stjarnan jafnaði í lokin Kolbeinn Tumi Daðason á Samsung-vellinum skrifar 21. júlí 2012 00:01 Mynd/Ernir Sjálfsmark Guðmundar Reynis Gunnarssonar á lokamínútunni tryggði Stjörnumönnum 1-1 jafntefli gegn KR í toppslag Pepsi-deildar í dag. Gary Martin skoraði mark KR-inga snemma í síðari hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. KR-ingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og Gary Martin fékk tvö færi til að koma gestunum yfir en brást bogalistin. Í annað skiptið varði Hannes Þór laust skot hans fyrir opnu marki en í hið síðara björguðu Stjörnumenn á síðustu stundu. Stjörnumenn mættu mun sterkari til leiks undan vindi í síðari hálfleik. Á 52. mínútu gleymdu þeir sér hins vegar þegar Viktor Bjarki Arnarson stakk boltanum inn fyrir vörnina á Gary Martin sem lagði boltann snyrtilega framhjá Ingvari í markinu. Garðbæingar sóttu án afláts í kjölfarið og uppskáru vítaspyrnu á 64. mínútu þegar Hannes Þór braut á Ellerti Hreinssyni. Athygli vakti að Hannes Þór var ekki áminntur en undirritaður er þó á því að ekki hafi átt að vísa markverðinum af velli. Halldór Orri Björnsson steig á punktinn en Hannes Þór varði spyrnu hans með tilþrifum. Önnur vítaspyrnan sem fer í súginn hjá Halldóri Orra í sumar. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna en fundu ekki leiðina í markið fyrr en á lokamínútunni. Skot Ellerts Hreinssonar var varið af Hannesi Þór í stöngina. Þaðan hrökk boltinn í Guðmund Reyni sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Jafntefli er líklega sanngjörn úrslit. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en Stjörnumenn mun sprækari undan vindi í þeim síðari.Mark Doninger kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik með Stjörnunni tíu mínútum fyrir leikslok og lét til sín taka. KR-ingar halda toppsætinu eftir jafnteflið. Liðið hefur 24 stig en Stjarnan kemur næst með 21 stig. FH-ingar eru í þriðja sæti með 20 stig en eiga leik til góða. Bjarni Jó: Höfum fengið rauð spjöld á okkur í svona atvikumBjarni Jóhannson, þjálfari Stjörnumanna, taldi sína menn eiga þrjú stig skilin í kvöld. „Við áttum skilið að vinna þennan leik þegar á heildina er litið. Mér fannst við ekki koma nógu vel inni í leikinn í byrjun," sagði Bjarni sem var ánægðari með sína menn í síðari hálfleik. „Leikurinn þróaðist þannig að við tókum öll völd í seinni hálfleik. Sofnuðum einu sinni á verðinum en áttum að skora fleiri mörk," segir Bjarni ósáttur við að Hannesi Þór hafi ekki verið vikið af velli í aðdraganda vítaspyrnunnar. „Við höfum fengið rauð spjöld á okkur í svona atvikum og markvörðurinn fékk ekki einu sinni gult. Það er greinilegt hægt að sveigja þessar reglur," segir Bjarni. Bjarni segir alltaf hafa legið fyrir að Halldór Orri færi á punktinn fengi liðið vítaspyrnu. „Það var klárt mál. Hann hefur verið mjög farsæl vítaskytta þó hann hafi brennt af í sumar," sagði Bjarni. Stjarnan hefur enn ekki lagt KR að velli í efstu deild en viðureignin í dag var sú tuttugasta. Ætlar Stjörnumönnum ekkert að takast að vinna bug á KR-grýlunni? „Vonandi. Þú sérð hvað við vorum nálægt því núna. Ég held við höfum aldrei verið eins nálægt því," sagði Bjarni. Gary Martin: Mark fær köttinn þótt honum líki betur við mig„Það skiptir ekki máli hvort ég skori eða ekki. Ég er hérna til þess að vinna leiki og við vorum þremur mínútum frá því. Þess vegna líður mér eins og eftir tapleik," sagði niðurlútur Gary Martin sem þó skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Martin fékk tvö góð færi í fyrri hálfleik til þess að koma gestunum á bragðið. „Ég átti að negla á markið í fyrra skiptið í stað þess að leggja hann og láta verja frá mér. Svo björguðu þeir á línu," sagði Martin sem búið hefur með Mark Doninger á Akranesi. Doninger lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í dag. Gary grínaðist með framtíðina í sambandi þeirra félaga. „Ég ætla að reyna að komast eins langt í burtu frá honum og mögulegt er. Ég vil aldrei sjá hann aftur," sagði Martin í gríni en bætti við: „Við verðum í góðu sambandi. Þetta er gott skref fyrir hann." Martin sagði þó ljóst að kötturinn, sem haldið hefur þeim félagsskap á Akranesi, muni búa hjá Doninger. „Kötturinn er hans þótt honum líki betur við mig," sagði Martin og hló. Halldór Orri: Leyfi Garðari og félögum að sjá um þetta núnaHalldór Orri Björnsson tók undir með blaðamanni að líklega yrði sumarsins 2012 ekki minnst sem vítaspyrnusumarsins mikla hjá honum. Halldór Orri klúðraði sinni annarri spyrnu í röð í sumar. „Ég leyfi Garðari og félögum að sjá um þetta núna. Þetta var vel varið hjá Hannesi. Hann las mig bara," sagði Halldór Orri sem hafði þó ekki rætt málið við félaga sína. „Við ræddum það ekkert. Ég ætla bara að leyfa þeim það. Eg hef klúðrað tveimur í röð núna og kominn tími á að leyfa öðrum að reyna fyrir sér," sagði Halldór Orri. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Sjálfsmark Guðmundar Reynis Gunnarssonar á lokamínútunni tryggði Stjörnumönnum 1-1 jafntefli gegn KR í toppslag Pepsi-deildar í dag. Gary Martin skoraði mark KR-inga snemma í síðari hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. KR-ingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og Gary Martin fékk tvö færi til að koma gestunum yfir en brást bogalistin. Í annað skiptið varði Hannes Þór laust skot hans fyrir opnu marki en í hið síðara björguðu Stjörnumenn á síðustu stundu. Stjörnumenn mættu mun sterkari til leiks undan vindi í síðari hálfleik. Á 52. mínútu gleymdu þeir sér hins vegar þegar Viktor Bjarki Arnarson stakk boltanum inn fyrir vörnina á Gary Martin sem lagði boltann snyrtilega framhjá Ingvari í markinu. Garðbæingar sóttu án afláts í kjölfarið og uppskáru vítaspyrnu á 64. mínútu þegar Hannes Þór braut á Ellerti Hreinssyni. Athygli vakti að Hannes Þór var ekki áminntur en undirritaður er þó á því að ekki hafi átt að vísa markverðinum af velli. Halldór Orri Björnsson steig á punktinn en Hannes Þór varði spyrnu hans með tilþrifum. Önnur vítaspyrnan sem fer í súginn hjá Halldóri Orra í sumar. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna en fundu ekki leiðina í markið fyrr en á lokamínútunni. Skot Ellerts Hreinssonar var varið af Hannesi Þór í stöngina. Þaðan hrökk boltinn í Guðmund Reyni sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Jafntefli er líklega sanngjörn úrslit. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en Stjörnumenn mun sprækari undan vindi í þeim síðari.Mark Doninger kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik með Stjörnunni tíu mínútum fyrir leikslok og lét til sín taka. KR-ingar halda toppsætinu eftir jafnteflið. Liðið hefur 24 stig en Stjarnan kemur næst með 21 stig. FH-ingar eru í þriðja sæti með 20 stig en eiga leik til góða. Bjarni Jó: Höfum fengið rauð spjöld á okkur í svona atvikumBjarni Jóhannson, þjálfari Stjörnumanna, taldi sína menn eiga þrjú stig skilin í kvöld. „Við áttum skilið að vinna þennan leik þegar á heildina er litið. Mér fannst við ekki koma nógu vel inni í leikinn í byrjun," sagði Bjarni sem var ánægðari með sína menn í síðari hálfleik. „Leikurinn þróaðist þannig að við tókum öll völd í seinni hálfleik. Sofnuðum einu sinni á verðinum en áttum að skora fleiri mörk," segir Bjarni ósáttur við að Hannesi Þór hafi ekki verið vikið af velli í aðdraganda vítaspyrnunnar. „Við höfum fengið rauð spjöld á okkur í svona atvikum og markvörðurinn fékk ekki einu sinni gult. Það er greinilegt hægt að sveigja þessar reglur," segir Bjarni. Bjarni segir alltaf hafa legið fyrir að Halldór Orri færi á punktinn fengi liðið vítaspyrnu. „Það var klárt mál. Hann hefur verið mjög farsæl vítaskytta þó hann hafi brennt af í sumar," sagði Bjarni. Stjarnan hefur enn ekki lagt KR að velli í efstu deild en viðureignin í dag var sú tuttugasta. Ætlar Stjörnumönnum ekkert að takast að vinna bug á KR-grýlunni? „Vonandi. Þú sérð hvað við vorum nálægt því núna. Ég held við höfum aldrei verið eins nálægt því," sagði Bjarni. Gary Martin: Mark fær köttinn þótt honum líki betur við mig„Það skiptir ekki máli hvort ég skori eða ekki. Ég er hérna til þess að vinna leiki og við vorum þremur mínútum frá því. Þess vegna líður mér eins og eftir tapleik," sagði niðurlútur Gary Martin sem þó skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Martin fékk tvö góð færi í fyrri hálfleik til þess að koma gestunum á bragðið. „Ég átti að negla á markið í fyrra skiptið í stað þess að leggja hann og láta verja frá mér. Svo björguðu þeir á línu," sagði Martin sem búið hefur með Mark Doninger á Akranesi. Doninger lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í dag. Gary grínaðist með framtíðina í sambandi þeirra félaga. „Ég ætla að reyna að komast eins langt í burtu frá honum og mögulegt er. Ég vil aldrei sjá hann aftur," sagði Martin í gríni en bætti við: „Við verðum í góðu sambandi. Þetta er gott skref fyrir hann." Martin sagði þó ljóst að kötturinn, sem haldið hefur þeim félagsskap á Akranesi, muni búa hjá Doninger. „Kötturinn er hans þótt honum líki betur við mig," sagði Martin og hló. Halldór Orri: Leyfi Garðari og félögum að sjá um þetta núnaHalldór Orri Björnsson tók undir með blaðamanni að líklega yrði sumarsins 2012 ekki minnst sem vítaspyrnusumarsins mikla hjá honum. Halldór Orri klúðraði sinni annarri spyrnu í röð í sumar. „Ég leyfi Garðari og félögum að sjá um þetta núna. Þetta var vel varið hjá Hannesi. Hann las mig bara," sagði Halldór Orri sem hafði þó ekki rætt málið við félaga sína. „Við ræddum það ekkert. Ég ætla bara að leyfa þeim það. Eg hef klúðrað tveimur í röð núna og kominn tími á að leyfa öðrum að reyna fyrir sér," sagði Halldór Orri.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira