Ákvörðunin um að hætta í haust stendur óhögguð Hjörtur Hjartarson skrifar 23. júlí 2012 15:15 Mynd/Vilhelm "Ég ákvað að taka þetta bara alla leið síðasta vetur. Ég hef æft mjög vel, byrjaði í fótbolta strax í nóvember, eitthvað sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Og allavega hingað til hefur þetta gengið ágætlega", sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður FH í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun. Óhætt er að fullyrða að frammistaða Bjarka í sumar, sem varð 39 ára í vor, hafi komið flestum á óvart. Bjarki hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin ár og var um tíma hættur knattspyrnuiðkun. Hann hefur hinsvegar verið heill heilsu í sumar, spilað nánast alla leiki FH og verið á meðal bestu manna liðsins. "Ég hef einbeitt mér að því æfa einn undanfarin ár, þá aðallega lyftingar og hlaup. Ástæðan er einfaldlega sú að ég treysti hreinlega ekki líkamanum í meiri átök sem óneitanlega fylgja fótboltaæfingum. Það hefur ekki haft góð áhrif á mig að æfa á gervigrasi og hlaupa úti. En fyrst maður var búinn að ákveða að hætta og vildi klára þetta með sem sæmd, var ekkert annað í stöðunni en að keyra á þetta." "Síðan hefur þróunin í þjálfun breyst mikið undanfarin ár. Menn eru farnir að gera allt aðra hluti en í gamla dag. Allar þessar hnébeygjur og allt það kjaftæði er liðið undir lok. Ég hef fundið réttu formúluna þar sem æfingaálagið er akkúrat rétt fyrir mig." Þrátt fyrir að vera í sínu besta formi í mörg ár ætlar Bjarki að standa við þá ákvörðun sína að leggja skóna endanlega á hilluna í haust. Draumurinn er að ljúka ferlinum með Íslandsmeistaratitli. "Við erum með gott lið, góðan hóp og frábæran þjálfara. Það er allt til alls hérna í Hafnarfirði. En þó það takist ekki er yfirstandandi tímabil mitt síðasta. Ég er að flytja til Hollands í haust þar sem kærastan mín stundar nám. Þar mun ég starfa fyrir umboðsskrifstofuna mína, Total Football enda með marga leikmenn á okkar snærum á þessu svæði", sagði Bjarki Gunnlaugsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
"Ég ákvað að taka þetta bara alla leið síðasta vetur. Ég hef æft mjög vel, byrjaði í fótbolta strax í nóvember, eitthvað sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Og allavega hingað til hefur þetta gengið ágætlega", sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður FH í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun. Óhætt er að fullyrða að frammistaða Bjarka í sumar, sem varð 39 ára í vor, hafi komið flestum á óvart. Bjarki hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin ár og var um tíma hættur knattspyrnuiðkun. Hann hefur hinsvegar verið heill heilsu í sumar, spilað nánast alla leiki FH og verið á meðal bestu manna liðsins. "Ég hef einbeitt mér að því æfa einn undanfarin ár, þá aðallega lyftingar og hlaup. Ástæðan er einfaldlega sú að ég treysti hreinlega ekki líkamanum í meiri átök sem óneitanlega fylgja fótboltaæfingum. Það hefur ekki haft góð áhrif á mig að æfa á gervigrasi og hlaupa úti. En fyrst maður var búinn að ákveða að hætta og vildi klára þetta með sem sæmd, var ekkert annað í stöðunni en að keyra á þetta." "Síðan hefur þróunin í þjálfun breyst mikið undanfarin ár. Menn eru farnir að gera allt aðra hluti en í gamla dag. Allar þessar hnébeygjur og allt það kjaftæði er liðið undir lok. Ég hef fundið réttu formúluna þar sem æfingaálagið er akkúrat rétt fyrir mig." Þrátt fyrir að vera í sínu besta formi í mörg ár ætlar Bjarki að standa við þá ákvörðun sína að leggja skóna endanlega á hilluna í haust. Draumurinn er að ljúka ferlinum með Íslandsmeistaratitli. "Við erum með gott lið, góðan hóp og frábæran þjálfara. Það er allt til alls hérna í Hafnarfirði. En þó það takist ekki er yfirstandandi tímabil mitt síðasta. Ég er að flytja til Hollands í haust þar sem kærastan mín stundar nám. Þar mun ég starfa fyrir umboðsskrifstofuna mína, Total Football enda með marga leikmenn á okkar snærum á þessu svæði", sagði Bjarki Gunnlaugsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira