Íslenski boltinn

Logi: Súrt og niðurlægjandi

Mynd/Daníel
Logi Ólafsson var vitanlega ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld en Selfoss tapaði fyrir ÍBV, 1-0, þrátt fyrir að Eyjamenn misstu mann af velli með rautt spjald strax á fyrstu mínútu.

„Það var engu líkara en að okkur væri meira brugðið við rauða spjaldið þeirra en Eyjamönnum," sagði Logi. „Menn voru mjög lengi að átta sig á hlutunum og við náðum aldrei að sækja almennilega."

„Eyjamenn vörðust vel, beittu skyndisóknum og sköpuðu sér góða möguleika í leiknum. Við fengum samt tvö góð færi sem við hefðum átt að nýta."

„En það var samt súrt og niðurlægjandi að tapa leik á þennan máta, þrátt fyrir að völlurinn og mótherjinn hafi verið erfiður. Við vorum manni fleiri í 90 mínútur."

Hann hefur ekki áhyggjur af stöðu sinni hjá félaginu. „Ég er í þessu til að reyna að gera mitt allra besta. Áhyggjuefnið er hvernig staðan er á liðinu og að það skuli aðeins vera með átta stig."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×