Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Selfoss 1-0 | Sjötti sigur Eyjamanna í röð Rúnar Einarsson á Hásteinsvelli skrifar 23. júlí 2012 00:01 Mynd/James Crombie ÍBV vann í kvöld góðan sigur á Selfyssingum þrátt fyrir að hafa verið manni færri næstum allan leikinn. Þetta var sjötti sigur Eyjamanna í röð í Pepsi-deildinni. Leikmönnum Selfoss tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt og sigur Eyjamanna sanngjarn. ÍBV er komið með 20 stig og situr í fjórða sæti deildarinnar. Selfoss er hins vegar enn með átta stig í næstneðsta sæti deildarinnar. Strax á fyrstu minútu leiksins dró til tíðinda er Brynjar Gauti Guðjónsson, miðvörður ÍBV, missti boltann of langt frá sér eftir sendingu frá Arnóri Eyvari, bakverði Eyjamanna. Viðar Örn Kristjánsson náði þá boltanum og var sloppinn í gegn. Brynjar Gauti reyndi þá klaufalega að krafsa í boltann en felldi Viðar Örn og sýndi Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf honum beint rautt spjald. Jón Daði sendi þá arfaslaka aukaspyrnu beint í fangið á Abel Dharia í marki ÍBV. Hægt er að segja að þetta hafi verið eina færi Selfyssinga í fyrri hálfleik. Christian Steen Olsen, framherji ÍBV, var í stuði í dag og átti tvö færi snemma leiks. Það fyrra á 9. mínútu, en skot hans þá framhjá og annað skot hans á 17. mínútu aftur rétt framhjá. ÍBV stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleik og voru þá Tryggvi og Olsen fremstir í flokki og fengu mikið af færum. Eyjamenn uppskáru svo mark á 25. mínútu þegar að Rasmus Christiansen smellti boltanum í netið eftir frábæra sendingu frá Guðmundi Þórarinssyni. Selfyssingar áttu ekki mörg færi í leiknum, en voru þó öllu skárri í síðari hálfleik. Ólafur Karl Finsen átti hörkuskot og Viðar Örn einnig komst í dauðafæri eftir að hafa prjónað sig í gegnum vörn Eyjamanna. Færin hjá ÍBV voru nokkur, án þess þó að vera dauðafæri en hefðu þeir auðveldlega getað bætt við öðru marki gegn slöppu liði Selfyssinga. ÍBV taka þrjú stig í kvöld í baráttusigri gegn Selfossi og gerðu þeir það manni fleiri nánast allan leikinn. Mikilvæg þrjú stig fyrir ÍBV sem ætla klárlega að blanda sér í toppbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar.Magnús: Einn okkar besti leikur í sumar „Ég á nú eftir að róa mig og fara betur yfir leikinn en ég held að hann hafi verið einn sá besti hjá okkur í allt sumar. Við vorum manni færri í 89 mínútur og spiluðum vel allan leikinn. Ég man ekki eftir því að við gáfum þeim almennilegt færi í leiknum á meðan við sköpuðum okkur 6-7 góð færi." „Við hættum aldrei að sækja og gerðum það vel að mér fannst. Það hefði verið gott að ná öðru marki en strákarnir voru yfirvegaðir allan tímann. Einhver lið hefðu misst taktinn, dúndrað boltanum eitthvert fram og pakkað í vörn við það að missa mann af velli svo snemma en við spiluðum fótbolta allan leikinn. Við fundum glufur á varnarleik þeirra og þegar þeir neyddust til að færa sig enn framar þá opnaðist vörnin enn frekar. Við vorum klaufar að nýta okkur það ekki betur." Hann vildi ekki fella dóm um rauða spjaldið sem Brynjar Gauti fékk í leiknum. „Ég get ekki dæmt um það fyrr en ég sé það í sjónvarpi. Mjög líklega er þetta rautt spjald en mér sýndist þó að hann væri ekki kominn í algert dauðafæri þar sem okkar maður átti enn möguleika á að verjast honum. En það var hiti í mönnum út af þessu spjaldi en heilt yfir fannst mér dómgæslan í lagi." Eyjamenn hafa unnið sex leiki í röð í deildinni. „Ég er auðvitað hæstánægður. Og ekki bara þessa sex sigra því ég er búinn að vera virkilega ánægður með liðið í allt sumar. Við höfum verið að spila mjög góðan fótbolta."Logi: Súrt og niðurlægjandi Logi Ólafsson var vitanlega ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. „Það var engu líkara en að okkur væri meira brugðið við rauða spjaldið þeirra en Eyjamönnum," sagði Logi. „Menn voru mjög lengi að átta sig á hlutunum og við náðum aldrei að sækja almennilega." „Eyjamenn vörðust vel, beittu skyndisóknum og sköpuðu sér góða möguleika í leiknum. Við fengum samt tvö góð færi sem við hefðum átt að nýta." „En það var samt súrt og niðurlægjandi að tapa leik á þennan máta, þrátt fyrir að völlurinn og mótherjinn hafi verið erfiður. Við vorum manni fleiri í 90 mínútur." Logi segir ýmislegt hafa verið að hjá sínum mönnum. „Þeir hittu örugglega á vondan dag en það sem var sérstaklega áberandi var að Eyjamenn áttu mun betur með að láta boltann ganga manna á milli. Við vorum fyrirsjáanlegir og hugmyndasnauðir í okkar leik." „Menn voru þó að reyna fram á síðustu mínútur sem er þó betra en í síðustu tveimur leikjum - gegn ÍA og Þrótti." Logi hefur ekki áhyggjur af stöðu sinni hjá félaginu. „Ég er í þessu til að reyna að gera mitt allra besta. Áhyggjuefnið er hvernig staðan er á liðinu og að það skuli aðeins vera með átta stig." „Við áttum þó fína fyrri umferð. Við vorum bara óánægðir í einum leik - í fyrri hálfleiknum gegn Keflavík en samt náðum við að jafna þann leik. Svo kom seinni leikurinn gegn Skaganum þar sem við vorum einfaldlega keyrðir í kaf." „Fram að því höfðum við verið góðir í öllum okkar leikjum. Það hefur mikil áhrif á sálina að tapa leikjum en það eru tíu leikir eftir af mótinu og þetta er hvergi nærri búið." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
ÍBV vann í kvöld góðan sigur á Selfyssingum þrátt fyrir að hafa verið manni færri næstum allan leikinn. Þetta var sjötti sigur Eyjamanna í röð í Pepsi-deildinni. Leikmönnum Selfoss tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt og sigur Eyjamanna sanngjarn. ÍBV er komið með 20 stig og situr í fjórða sæti deildarinnar. Selfoss er hins vegar enn með átta stig í næstneðsta sæti deildarinnar. Strax á fyrstu minútu leiksins dró til tíðinda er Brynjar Gauti Guðjónsson, miðvörður ÍBV, missti boltann of langt frá sér eftir sendingu frá Arnóri Eyvari, bakverði Eyjamanna. Viðar Örn Kristjánsson náði þá boltanum og var sloppinn í gegn. Brynjar Gauti reyndi þá klaufalega að krafsa í boltann en felldi Viðar Örn og sýndi Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf honum beint rautt spjald. Jón Daði sendi þá arfaslaka aukaspyrnu beint í fangið á Abel Dharia í marki ÍBV. Hægt er að segja að þetta hafi verið eina færi Selfyssinga í fyrri hálfleik. Christian Steen Olsen, framherji ÍBV, var í stuði í dag og átti tvö færi snemma leiks. Það fyrra á 9. mínútu, en skot hans þá framhjá og annað skot hans á 17. mínútu aftur rétt framhjá. ÍBV stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleik og voru þá Tryggvi og Olsen fremstir í flokki og fengu mikið af færum. Eyjamenn uppskáru svo mark á 25. mínútu þegar að Rasmus Christiansen smellti boltanum í netið eftir frábæra sendingu frá Guðmundi Þórarinssyni. Selfyssingar áttu ekki mörg færi í leiknum, en voru þó öllu skárri í síðari hálfleik. Ólafur Karl Finsen átti hörkuskot og Viðar Örn einnig komst í dauðafæri eftir að hafa prjónað sig í gegnum vörn Eyjamanna. Færin hjá ÍBV voru nokkur, án þess þó að vera dauðafæri en hefðu þeir auðveldlega getað bætt við öðru marki gegn slöppu liði Selfyssinga. ÍBV taka þrjú stig í kvöld í baráttusigri gegn Selfossi og gerðu þeir það manni fleiri nánast allan leikinn. Mikilvæg þrjú stig fyrir ÍBV sem ætla klárlega að blanda sér í toppbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar.Magnús: Einn okkar besti leikur í sumar „Ég á nú eftir að róa mig og fara betur yfir leikinn en ég held að hann hafi verið einn sá besti hjá okkur í allt sumar. Við vorum manni færri í 89 mínútur og spiluðum vel allan leikinn. Ég man ekki eftir því að við gáfum þeim almennilegt færi í leiknum á meðan við sköpuðum okkur 6-7 góð færi." „Við hættum aldrei að sækja og gerðum það vel að mér fannst. Það hefði verið gott að ná öðru marki en strákarnir voru yfirvegaðir allan tímann. Einhver lið hefðu misst taktinn, dúndrað boltanum eitthvert fram og pakkað í vörn við það að missa mann af velli svo snemma en við spiluðum fótbolta allan leikinn. Við fundum glufur á varnarleik þeirra og þegar þeir neyddust til að færa sig enn framar þá opnaðist vörnin enn frekar. Við vorum klaufar að nýta okkur það ekki betur." Hann vildi ekki fella dóm um rauða spjaldið sem Brynjar Gauti fékk í leiknum. „Ég get ekki dæmt um það fyrr en ég sé það í sjónvarpi. Mjög líklega er þetta rautt spjald en mér sýndist þó að hann væri ekki kominn í algert dauðafæri þar sem okkar maður átti enn möguleika á að verjast honum. En það var hiti í mönnum út af þessu spjaldi en heilt yfir fannst mér dómgæslan í lagi." Eyjamenn hafa unnið sex leiki í röð í deildinni. „Ég er auðvitað hæstánægður. Og ekki bara þessa sex sigra því ég er búinn að vera virkilega ánægður með liðið í allt sumar. Við höfum verið að spila mjög góðan fótbolta."Logi: Súrt og niðurlægjandi Logi Ólafsson var vitanlega ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. „Það var engu líkara en að okkur væri meira brugðið við rauða spjaldið þeirra en Eyjamönnum," sagði Logi. „Menn voru mjög lengi að átta sig á hlutunum og við náðum aldrei að sækja almennilega." „Eyjamenn vörðust vel, beittu skyndisóknum og sköpuðu sér góða möguleika í leiknum. Við fengum samt tvö góð færi sem við hefðum átt að nýta." „En það var samt súrt og niðurlægjandi að tapa leik á þennan máta, þrátt fyrir að völlurinn og mótherjinn hafi verið erfiður. Við vorum manni fleiri í 90 mínútur." Logi segir ýmislegt hafa verið að hjá sínum mönnum. „Þeir hittu örugglega á vondan dag en það sem var sérstaklega áberandi var að Eyjamenn áttu mun betur með að láta boltann ganga manna á milli. Við vorum fyrirsjáanlegir og hugmyndasnauðir í okkar leik." „Menn voru þó að reyna fram á síðustu mínútur sem er þó betra en í síðustu tveimur leikjum - gegn ÍA og Þrótti." Logi hefur ekki áhyggjur af stöðu sinni hjá félaginu. „Ég er í þessu til að reyna að gera mitt allra besta. Áhyggjuefnið er hvernig staðan er á liðinu og að það skuli aðeins vera með átta stig." „Við áttum þó fína fyrri umferð. Við vorum bara óánægðir í einum leik - í fyrri hálfleiknum gegn Keflavík en samt náðum við að jafna þann leik. Svo kom seinni leikurinn gegn Skaganum þar sem við vorum einfaldlega keyrðir í kaf." „Fram að því höfðum við verið góðir í öllum okkar leikjum. Það hefur mikil áhrif á sálina að tapa leikjum en það eru tíu leikir eftir af mótinu og þetta er hvergi nærri búið."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira