Innlent

Bæjarins Bezta torg opnar

BBI skrifar
Mynd/reykjavik.is
Opnunarhátíð verður á torginu framan við pylsubar Bæjarins Bestu á föstudag. Hönnunarhópurinn Rúmmetri (M3) hefur unnið að breytingum á torginu og stendur fyrir hátíðinni í dag.

Sara Axelsdóttir, arkitekt í hópnum, segir að torgið kallist á við mósaíklistaverk Gerðar Helgadóttur. Auk þess kallar mikil umferð gangandi fólks á svæðinu á óformlega afmörkun milli fólks og bíla.

Breytingarnar á torginu eru hluti af verkefninu „Biðsvæði - Torg í biðstöðu", en þar er framtíðarnotkun og möguleikar afmarkaðra svæða til skoðunar. Markmið verkefnisins er að glæða almenningsrými lífi. Meðal torga sem hefur fengið andlitslyftingu er Fógetagarðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×