Fótbolti

Shanghai vill nú fá Riquelme

Hið moldríka kínverska félag, Shanghai Shenhua, er ekki hætt að safna stórstjörnum því félagið hefur nú gert Argentínumanninum Juan Roman Riquelme tilboð.

Fyrir hjá félaginu eru þeir Nicolas Anelka og Didier Drogba. Forráðamenn félagsins sjá fyrir sér að sóknarleikur liðsins yrði fullkominn ef Riquelme matar þá félaga á góðum sendingum.

Það verður þó ekki auðvelt að landa honum enda hafa lið í Brasilíu, Sádi Arabíu og fleiri til einnig borið víurnar í miðjumanninn.

Riquelme liggur undir feldi þessa dagana og fer yfir tilboðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×