Íslenski boltinn

Leiknir pakkaði Hetti saman og KA lagði toppliðið

Willum gat verið ánægður með strákana sína í kvöld.
Willum gat verið ánægður með strákana sína í kvöld.
Lærisveinar Willums Þórs Þórssonar hjá Leikni voru í miklu stuði í kvöld er Höttur kom í heimsókn. Leiknir hafði aðeins unnið einn leik í deildinni fyrir kvöldið en sýndi klærnar með glæstum 6-1 sigri.

Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði þrennu fyrir Leikni og þeir Kristján Páll Jónsson, Kjartan Andri Baldvinsson og Fannar Þór Arnarson komust einnig á blað.

Óttar Steinn Magnússon skoraði mark Hattar en þeir misstu tvo leikmenn af velli með rautt spjald í leiknum.

KA vann síðan mjög óvæntan útisigur, 0-1, á toppliði Víkings frá Ólafsvík. David Disztl skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik.

Bæði Leiknir og KA komust upp úr fallsætum með sigrinum en Víkingur R. og Höttur eru komin í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×