Íslenski boltinn

Bjarni framlengdi við KR

Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, er búinn að skrifa undir nýjan samning við KR og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2014.

Hinn 33 ára gamli Bjarni er búinn að vera í herbúðum KR síðan um mitt sumar 2008 er hann kom til félagsins frá ÍA.

Hann er búinn að spila 156 leiki fyrir meistaraflokk og skora 14 mörk. Hann hefur verið fyrirliði liðsins í 98 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×