Lífið

Þúsund plötur farnar og sér ekki högg á vatni

BBI skrifar
Arnar Eggert með plötur úr safninu sínu.
Arnar Eggert með plötur úr safninu sínu. Mynd/Stefán
„Klukkan hálf ellefu í morgun stóðu fimmtíu manns í röð fyrir utan og biðu," segir Arnar Eggert Thoroddsen, sem ákvað að grisja plötusafnið sitt svo hann kæmist til útlanda í nám og heldur af þeim sökum garðsölu í dag.

Arnar segir að þegar hafi nokkur hundruð manns litið við og verslað tónlist, en salan hófst klukkan ellefu í morgun. „Það sér ekki högg á vatni hérna," segir hann en telur þó að um þúsund tiltlar séu þegar seldir.

Salan fer fram í garðinum hjá Arnari að Auðarstræti 13 og stemningin í morgun er búin að vera til fyrirmyndar. „Það komu nokkrir dropar úr lofti áðan en annars er bara gott karma hérna," segir hann.

Garðsalan mun standa til fimm í dag og aftur frá ellefu til fimm á morgun.


Tengdar fréttir

Selur 10.000 plötur heima hjá sér

"Ég er að reyna að grisja safnið eins og ég get svo ég geti haldið áfram og safnað af meiri fókus. Það kom tímabil þar sem ég ætlaði að kaupa allar plötur heimsins en það er víst óþarfi,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarmógúll, sem verður með yfir 10.000 titla úr tónlistarsafni sínu á garðsölu um komandi helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.