Fótbolti

Torres fær gullskóinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Torres og Mata sigurvegarar Meistaradeildarinnar og EM sama árið.
Torres og Mata sigurvegarar Meistaradeildarinnar og EM sama árið. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Fernando Torres varð markakóngur Evrópumeistaramótsins í Póllandi og Úkraínu með þrjú mörk en hann skoraði þriðja mark Spánar gegn Ítalíu í kvöld eftir að hafa komið inná sem varamaður. Torres lagði auk þess fjórða markið upp sem Juan Mata skoraði.

Alls skoruðu sex leikmenn þrjú mörk í keppninni en Torres auk þess að gefa stoðsendingu umfram hina lék hann fæstar mínútur þeirra allra enda lék Spánn á löngum köflum án framherja í leikjum sínum en þegar Torres spilaði var hann líflegur og ógnandi.

Torres varð auk fyrsti leikmaðurinn til að skora í tveimur úrslitaleikjum í röð og komst í góðan hóp leikmanna sem hafa orðið Evrópumeistarar meistaraliða (sigurvegari Meistaradeildarinnar) og sigurvegari EM á sama árinu. Torres og Juan Mata unnu Meistaradeildina með Chelsea í vetur auk þess að vera í sigurliði í úrslitaleiknum í kvöld.

Luis Suarez varð Evrópumeistari með Inter og Spáni 1964 og Hollendingarnir Hans van Breukelen, Ronald Doeman, Barry van Aerle og Gerald Vanenburg sigruðu með Hollandi og PSV 1988.

Torres varð markakóngur á fæstum mínútum spiluðum en svona lítur röð markahæstu leikmanna EM út (þrjú mörk hver):

Fernando Torres (Spánn)

Alan Dzagoev (Rússland)

Mario Mandzukic (Króatía)

Mario Gomez (Þýskaland)

Mario Balotelli (Ítalía)

Cristiano Ronaldo (Portúgal)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×