Íslenski boltinn

Ármann Smári: Við drulluðum upp á bak, upp á axlir og niður hinum megin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Guðmundur Bjarki
„Við drulluðum upp á bak, upp á axlir og niður hinum megin," voru fyrstu viðbrögð Ármanns Smára Björnssonar miðvarðar Skagamanna að loknu 7-2 tapinu gegn FH-ingum í dag.

Skagamenn byrjuðu Íslandsmótið af krafti en hafa ekki unnið sigur síðan um miðjan maí. Ármann Smári er ekki viss hvers vegna.

„Ætli við höfum ekki bara ofmetnast? Það er kannski auðvelt að segja það núna þegar maður er geðveikur í skapinu en eitthvað er það," sagði Ármann Smári sem var ekki viss um að tapið stóra myndi eitt og sér vekja Skagamenn til lífsins.

Allt viðtalið við Ármann Smára ásamt umfjöllun, viðtali við Atla Guðnason og einkunnagjöf leikmanna má sjá hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×