Sport

Fimm Íslendingar keppa á EM í frjálsum í Helsinki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir Mynd/Stefán
Fimm íslenskir keppendur fara á Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum sem fram fer dagana 27. júní til 1. júlí í Helsinki. Það eru þau Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni, Einar Daði Lárusson tugþrautarmaður úr ÍR, FH-ingarnir Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari, Trausti Stefánsson sem keppir í 400 m hlaupi og Kristinn Torfason sem keppir í langstökki.

Einar Daði hefur fyrstur keppni kl. 6:10 að íslenskum tíma á miðvikudaginn 27. júní, en Finnland er 3 klst. á undan okkur. Keppni í tugþrautinn stendur fram eftir degi og lýkur síðustu grein fyrri dag um kl. 16:10.

Undankeppni í kúluvarpi hefst síðan kl. 6:45 sama dag, en ekki er vitað hverjir eru í hóp með Óðni. Ásdís keppir síðan síðar sama morgun, en ekki er vitað hvort hún hefur keppni kl. 10 eða 12. Keppni í 400 m hlaupi hefst kl. 14:50 sama dag, en ekki er vitað í hvaða riðli Trausti hleypur.

Keppni í tugþrautinni hefst kl. 6 að íslenskum tíma á fimmtudaginn, en keppni lýkur um kl. 16:20 þegar 1500 m hlaupið hefst.

Langstökkskeppnin hefst síðan kl. 10:50 á föstudagsmorgun 29. júní, en keppni í báðum hópunum fer fram samtímis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×