Bikarmeistarar KR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 3-0 sigri á Breiðabliki í Vesturbænum í kvöld.
Kjartan Henry Finnbogason og Þorsteinn Már Ragnarsson skoruðu fyrir Vesturbæjarliðið en fyrsta mark leiksins var sjálfsmark.
Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kom við í Frostaskjóli í kvöld.
