Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan 3-2 Valur Kristján Óli Sigurðsson á Stjörnuvelli skrifar 15. júní 2012 10:22 Atli Sveinn Þórarinsson brýtur á Herði Árnasyni og vítaspyrna dæmd. Mynd / Ernir Stjarnan vann fínan sigur á Val í 7. umferð Pepsí-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimsigur Stjörnunnar á tímabilinu en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Stjarnan komst yfir strax á 7. mínútu með fínu skallamarki frá Alexander Scholz. Valsmenn náðu að jafna aðeins 6 mínútum síðar er Tryggvi Bjarnason varð fyrir því óláni að stanga boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Rúnar Más Sigurjónssonar. Heimamenn fengu vítaspyrnu á 17. mínútu. Halldór Orri Björnsson ein öruggasta vítaskytta landsins lét Ásgeir Þór Magnússon sem stóð í marki Vals í stað Sindra Snæs Jenssonar verja frá sér. Tryggvi bætti fyrir sjálfsmarkið og kom Stjörnunni aftur í forystu um miðjan fyrri hálfleik með skalla eftir fína hornspyrnu Mads Laudup. Alexander Scholz bætti svo við þriðja marki Stjörnunnar á 41. mínútu eftir mikinn darraðadans í vítateig Vals. Valsmenn gáfust þó ekki upp og náðu að minna muninn fyrir hlé þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði af harðfylgi eftir langt innkast. Síðari hálfleikur var ekki alveg jafn fjörugur og sá fyrri. Valsmenn voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur ágætis marktækifæri. Vörn Stjörnunnar með Tryggva í fararbroddi náði þó að halda markinu hreinu. Ingvar Jónsson stóð einnig vaktina vel í markinu og varði allt sem á markið kom í síðari hálfleiknum. Stjarnan er eftir sigurinn í kvöld komin upp í 4. sæti deildarinnar og ætlar greinilega að selja sig dýrt í sumar og vera með í toppbaráttunni. Valsmenn náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Keflavík í síðustu umferð og söknuðu greinilega Sindra Snæs sem hafði varið mark þeirra í fyrstu 6 umferðunum. Daníel Laxdal: Tileinkum konu Tryggva Bjarna sigurinnDaníel Laxdal var sigurreifur í leikslok. „Loksins náum við að halda út leik sem við erum að leiða,“ sagði Daníel sem átti ágætan leik í vörn heimamanna. „Þetta var líka leikur uppá það hvort við ætlum að vera í toppbaráttunni eða í miðjumoði eins og við höfum oft verið í. Ég vill svo koma því á framfæri að þessi sigur er fyrir konuna hans Tryggva Bjarna sem á afmæli í dag,“ sagði hinn geðþekki fyrirliði Stjörnunnar. Bjarni Jó: Búin að vera erfið vikaBjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var í skýjunum með sigur sinna manna á Val í kvöld. „Þetta var þrautinni þyngri sigur og það hefur tekið okkur tíma að venjast þessu nýja grasi sem er miklu betra en það gamla sem var löngu orðið handónýtt. Það er búið að vera mikið vesen á okkur í vikunni bæði meiðsla og veikindalega séð. Ég tók sénsinn á nokkrum mönnum hér í kvöld og þess vegna vorum við kannski orðnir ansi þreyttir hérna í lokin.“ Bjarni hrósaði Kenni Chopart í leikslok. „Hann er samanrekinn og sterkur og mér fannst hann standa sig vel í dag.“ A Aðspurður hvort Stjarnan ætlaði sér ekki að vera í toppbaráttunni í sumar sagði Bjarni. „Við stilltum þessum leik þannig upp að með sigri gætum við stimplað okkur inn í toppbaráttuna. Kristján Guðmunds: Fjörugur og skemmtilegur leikur„Mér fannst þetta mjög fjörugur leikur það var allt upp í loft. Ásgeir hélt okkur inní leiknum með því að verja vítið og seinni hálfleik sköpuðum við okkur fullt af færum sem við náðum því miður ekki að nýta.“ Ásgeir Þór Magnússon var í marki Vals í stað Sindra Snæs Jenssonar en ástæðuna fyrir því sagði Kristján vera smávægileg meiðsl. Varðandi skiptinguna á Rúnari Má sem hafði verið sprækur sagði Kristján. „Við vorum í 18 tíma ferðalagi norður í bikar fyrir viku og hann fór til Noregs daginn eftir og spilaði þar á gervigrasi. Við ætluðum að taka hann fyrr útaf því við verðum að passa uppá menn í svona álagi því næsti leikur er strax á miðvikudaginn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Stjarnan vann fínan sigur á Val í 7. umferð Pepsí-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimsigur Stjörnunnar á tímabilinu en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Stjarnan komst yfir strax á 7. mínútu með fínu skallamarki frá Alexander Scholz. Valsmenn náðu að jafna aðeins 6 mínútum síðar er Tryggvi Bjarnason varð fyrir því óláni að stanga boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Rúnar Más Sigurjónssonar. Heimamenn fengu vítaspyrnu á 17. mínútu. Halldór Orri Björnsson ein öruggasta vítaskytta landsins lét Ásgeir Þór Magnússon sem stóð í marki Vals í stað Sindra Snæs Jenssonar verja frá sér. Tryggvi bætti fyrir sjálfsmarkið og kom Stjörnunni aftur í forystu um miðjan fyrri hálfleik með skalla eftir fína hornspyrnu Mads Laudup. Alexander Scholz bætti svo við þriðja marki Stjörnunnar á 41. mínútu eftir mikinn darraðadans í vítateig Vals. Valsmenn gáfust þó ekki upp og náðu að minna muninn fyrir hlé þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði af harðfylgi eftir langt innkast. Síðari hálfleikur var ekki alveg jafn fjörugur og sá fyrri. Valsmenn voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur ágætis marktækifæri. Vörn Stjörnunnar með Tryggva í fararbroddi náði þó að halda markinu hreinu. Ingvar Jónsson stóð einnig vaktina vel í markinu og varði allt sem á markið kom í síðari hálfleiknum. Stjarnan er eftir sigurinn í kvöld komin upp í 4. sæti deildarinnar og ætlar greinilega að selja sig dýrt í sumar og vera með í toppbaráttunni. Valsmenn náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Keflavík í síðustu umferð og söknuðu greinilega Sindra Snæs sem hafði varið mark þeirra í fyrstu 6 umferðunum. Daníel Laxdal: Tileinkum konu Tryggva Bjarna sigurinnDaníel Laxdal var sigurreifur í leikslok. „Loksins náum við að halda út leik sem við erum að leiða,“ sagði Daníel sem átti ágætan leik í vörn heimamanna. „Þetta var líka leikur uppá það hvort við ætlum að vera í toppbaráttunni eða í miðjumoði eins og við höfum oft verið í. Ég vill svo koma því á framfæri að þessi sigur er fyrir konuna hans Tryggva Bjarna sem á afmæli í dag,“ sagði hinn geðþekki fyrirliði Stjörnunnar. Bjarni Jó: Búin að vera erfið vikaBjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var í skýjunum með sigur sinna manna á Val í kvöld. „Þetta var þrautinni þyngri sigur og það hefur tekið okkur tíma að venjast þessu nýja grasi sem er miklu betra en það gamla sem var löngu orðið handónýtt. Það er búið að vera mikið vesen á okkur í vikunni bæði meiðsla og veikindalega séð. Ég tók sénsinn á nokkrum mönnum hér í kvöld og þess vegna vorum við kannski orðnir ansi þreyttir hérna í lokin.“ Bjarni hrósaði Kenni Chopart í leikslok. „Hann er samanrekinn og sterkur og mér fannst hann standa sig vel í dag.“ A Aðspurður hvort Stjarnan ætlaði sér ekki að vera í toppbaráttunni í sumar sagði Bjarni. „Við stilltum þessum leik þannig upp að með sigri gætum við stimplað okkur inn í toppbaráttuna. Kristján Guðmunds: Fjörugur og skemmtilegur leikur„Mér fannst þetta mjög fjörugur leikur það var allt upp í loft. Ásgeir hélt okkur inní leiknum með því að verja vítið og seinni hálfleik sköpuðum við okkur fullt af færum sem við náðum því miður ekki að nýta.“ Ásgeir Þór Magnússon var í marki Vals í stað Sindra Snæs Jenssonar en ástæðuna fyrir því sagði Kristján vera smávægileg meiðsl. Varðandi skiptinguna á Rúnari Má sem hafði verið sprækur sagði Kristján. „Við vorum í 18 tíma ferðalagi norður í bikar fyrir viku og hann fór til Noregs daginn eftir og spilaði þar á gervigrasi. Við ætluðum að taka hann fyrr útaf því við verðum að passa uppá menn í svona álagi því næsti leikur er strax á miðvikudaginn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira