Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 0-4 | Olsen sá um Skagamenn Guðmundur Marinó Ingvarsson á Akranesi skrifar 15. júní 2012 10:25 ÍBV lyfti sér upp í sjöunda sæti Pepsí deildar karla með 4-0 sigri á toppliði ÍA á Skipaskaga í kvöld. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn fyllilega verðskuldaður en Christian Steen Olsen fór mikinn og skoraði þrennu í leiknum. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið sóttu hratt og markvisst. Christian Steen Olsen framherji ÍBV sá mikið af boltanum og var ógnandi og sóttu Eyjamenn meira. Skagamenn fengu líka sín færi en um miðbik hálfleiksins datt botninn úr sóknarleik liðanna og fátt markvert gerðist þar til Jón Vilhelm Ákason klúðraði dauðafæri fyrir opnu marki þegar tvær mínútur voru til hálfleiks. ÍBV hóf seinni hálfleikinn eins og þann fyrri. Liðið var mikið með boltann og sótti af krafti með hraða og gott spil að vopni. Olsen lét finna vel fyrir sér og þeir Þórarinn Ingi og Guðmundur Þórarinsson réðu lögum og lofum á miðjunni. Það tók ÍBV 18 mínútur að skora í seinni hálfleik og við það brotnuðu heimamenn. Olsen skoraði þremur mínútum síðar og ÍA getur þakkað Páli Gísla Jónssyni markverði sínum að vera enn inni í leiknum þar til á lokamínútunum þegar Olsen bætti tveimur mörkum við auk þess að klúðra vítaspyrnu. ÍA fékk sín færi þó liðið hafi ekki leikið vel og átt fáar góðar sóknir í leiknum. Heppnin sem verið hefur með liðinu á tímabilinu var ekki með þeim í kvöld og í stað þess að nýta sín færi og koma sér inn í leikinn voru það Eyjamenn sem refsuðu en ÍBV hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Fyrsti ósigur ÍA í sumar er staðreynd en liðið er enn á toppi deildarinnar en FH og KR geti komist upp fyrir Skagamenn með sigri í sínum leikjum á morgun. ÍBV er komið úr fallsæti með tveimur sigrum í röð og miðað við leik liðsins í tveimur síðustu leikjum skal enginn afskrifa ÍBV í sumar. Magnús: Engin stórvægileg breyting á liðinu"Við spiluðum vel allan leikinn og við hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV í leikslok. "Það hefur ekki orðið stórvægilega breyting á Eyjaliðinu. Við höfum spilað af svona krafti frá leik tvö. Við höfum verið óheppnir í nokkrum leikjum en svo erum við að fá inn leikmenn eins og Tóta [Þórarinn Inga Valdimarsson] og Tryggva [Guðmundsson] sem eru ógnandi og heilt yfir er liðið að spila massívar en í upphafi og ógna meira. "Mér fannst þeir aldrei ógna okkur af neinum krafti og það er frábært að koma hingað og mæta liði sem hafði ekki tapað í deildinni og vinna það fjögur núll á þeirra heimavelli. Ég er mjög sáttur" "Við förum úr botnsætinu í þessari umferð og svo sjáum við hvað það gerir fyrir okkur. Við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er stutt í Gunnar Má [Guðmundsson], það er styrkur að fá hann inn í þetta. Við erum lágvaxnir þegar hann er ekki með og Andri [Ólafsson], það er líka stutt í hann og hann er líka góður í loftinu. Ég vona að við getum styrkt liðið ennþá meira en ég var ánægður með liðið í kvöld," sagði Magnús sem vissi vel að Daninn Christian Steen Olsen gæti skoraði gegn ÍA. "Þegar hann kom í prufu í vetur þá spiluðum við einmitt gegn ÍA og þá setti hann tvö eða þrjú á þessa vörn. Hann er fljótur og það er frábært þegar hann spilar eins og í kvöld en þetta var liðsheildarsigur umfram annað þó hann hefði hæglega getað skorað meira," sagði Magnús að lokum. Þórður: Vorum skelfilegir"Þetta var ömurlega lélegt. Við mætum ekki til leiks. Vorum skelfilegir. Þetta er ekki flókið," sagði vægast sagt ósáttur Þórður Þórðarson þjálfari ÍA í leikslok. "Við gerum ekki það sem er lagt upp með og það sem við erum að æfa. Við gerum ekkert af því í dag. Við fórum vel yfir leikinn síðustu daga og það sem Eyjamenn eru að gera en á meðan menn hlaupa ekki og vinna ekki þá ganga hlutirnir ekki upp," sagði Þórður en ÍA lék án Mark Donninger og Kára Ársælssonar vegna meiðsla. "Það sást að það er greinilega of mikið að missa þá. Við erum líka með menn eins og Gary Martin, Jóa [Jóhannes Karl Guðjónsson] og Ármann Smára sem hafa lítið sem ekkert getað æft sökum meiðsla sem þeir hafa lent í í leikjum og það hefur klárlega áhrif. "Samt eiga þessir strákar að geta komið inn og tæklað þetta. Þeir hafa sýnt það í þessum fyrstu leikjum að þeir geta tæklað þetta en hausinn okkar var ekki á Akranesvelli í kvöld. "Við sköpum okkur einhver færi. Gary Martin á flott skot í slána snemma leiks og ef sá bolti er inni er allt annar leikur svo eigum við tvö þrjú ágætis færi í fyrri hálfleik. Svo í stöðunni 2-0 fáum við dauðafæri og mark þar hefði auðvitað breytt leiknum. "Við tökum séns í stöðunni 2-0, þá setjum við Ármann Smára fram og breytum í þriggja manna vörn. Það skiptir engu máli hvort maður tapar 2-0 eða 4-0 en þetta var ömurlega lélegt, Palli [Páll Gísli Jónsson] stóð fyrir sínu en ég myndi ekki velja markmann í liði sem tapar 4-0 mann leiksins," sagði Þórður glottandi við tönn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira
ÍBV lyfti sér upp í sjöunda sæti Pepsí deildar karla með 4-0 sigri á toppliði ÍA á Skipaskaga í kvöld. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn fyllilega verðskuldaður en Christian Steen Olsen fór mikinn og skoraði þrennu í leiknum. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið sóttu hratt og markvisst. Christian Steen Olsen framherji ÍBV sá mikið af boltanum og var ógnandi og sóttu Eyjamenn meira. Skagamenn fengu líka sín færi en um miðbik hálfleiksins datt botninn úr sóknarleik liðanna og fátt markvert gerðist þar til Jón Vilhelm Ákason klúðraði dauðafæri fyrir opnu marki þegar tvær mínútur voru til hálfleiks. ÍBV hóf seinni hálfleikinn eins og þann fyrri. Liðið var mikið með boltann og sótti af krafti með hraða og gott spil að vopni. Olsen lét finna vel fyrir sér og þeir Þórarinn Ingi og Guðmundur Þórarinsson réðu lögum og lofum á miðjunni. Það tók ÍBV 18 mínútur að skora í seinni hálfleik og við það brotnuðu heimamenn. Olsen skoraði þremur mínútum síðar og ÍA getur þakkað Páli Gísla Jónssyni markverði sínum að vera enn inni í leiknum þar til á lokamínútunum þegar Olsen bætti tveimur mörkum við auk þess að klúðra vítaspyrnu. ÍA fékk sín færi þó liðið hafi ekki leikið vel og átt fáar góðar sóknir í leiknum. Heppnin sem verið hefur með liðinu á tímabilinu var ekki með þeim í kvöld og í stað þess að nýta sín færi og koma sér inn í leikinn voru það Eyjamenn sem refsuðu en ÍBV hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Fyrsti ósigur ÍA í sumar er staðreynd en liðið er enn á toppi deildarinnar en FH og KR geti komist upp fyrir Skagamenn með sigri í sínum leikjum á morgun. ÍBV er komið úr fallsæti með tveimur sigrum í röð og miðað við leik liðsins í tveimur síðustu leikjum skal enginn afskrifa ÍBV í sumar. Magnús: Engin stórvægileg breyting á liðinu"Við spiluðum vel allan leikinn og við hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV í leikslok. "Það hefur ekki orðið stórvægilega breyting á Eyjaliðinu. Við höfum spilað af svona krafti frá leik tvö. Við höfum verið óheppnir í nokkrum leikjum en svo erum við að fá inn leikmenn eins og Tóta [Þórarinn Inga Valdimarsson] og Tryggva [Guðmundsson] sem eru ógnandi og heilt yfir er liðið að spila massívar en í upphafi og ógna meira. "Mér fannst þeir aldrei ógna okkur af neinum krafti og það er frábært að koma hingað og mæta liði sem hafði ekki tapað í deildinni og vinna það fjögur núll á þeirra heimavelli. Ég er mjög sáttur" "Við förum úr botnsætinu í þessari umferð og svo sjáum við hvað það gerir fyrir okkur. Við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er stutt í Gunnar Má [Guðmundsson], það er styrkur að fá hann inn í þetta. Við erum lágvaxnir þegar hann er ekki með og Andri [Ólafsson], það er líka stutt í hann og hann er líka góður í loftinu. Ég vona að við getum styrkt liðið ennþá meira en ég var ánægður með liðið í kvöld," sagði Magnús sem vissi vel að Daninn Christian Steen Olsen gæti skoraði gegn ÍA. "Þegar hann kom í prufu í vetur þá spiluðum við einmitt gegn ÍA og þá setti hann tvö eða þrjú á þessa vörn. Hann er fljótur og það er frábært þegar hann spilar eins og í kvöld en þetta var liðsheildarsigur umfram annað þó hann hefði hæglega getað skorað meira," sagði Magnús að lokum. Þórður: Vorum skelfilegir"Þetta var ömurlega lélegt. Við mætum ekki til leiks. Vorum skelfilegir. Þetta er ekki flókið," sagði vægast sagt ósáttur Þórður Þórðarson þjálfari ÍA í leikslok. "Við gerum ekki það sem er lagt upp með og það sem við erum að æfa. Við gerum ekkert af því í dag. Við fórum vel yfir leikinn síðustu daga og það sem Eyjamenn eru að gera en á meðan menn hlaupa ekki og vinna ekki þá ganga hlutirnir ekki upp," sagði Þórður en ÍA lék án Mark Donninger og Kára Ársælssonar vegna meiðsla. "Það sást að það er greinilega of mikið að missa þá. Við erum líka með menn eins og Gary Martin, Jóa [Jóhannes Karl Guðjónsson] og Ármann Smára sem hafa lítið sem ekkert getað æft sökum meiðsla sem þeir hafa lent í í leikjum og það hefur klárlega áhrif. "Samt eiga þessir strákar að geta komið inn og tæklað þetta. Þeir hafa sýnt það í þessum fyrstu leikjum að þeir geta tæklað þetta en hausinn okkar var ekki á Akranesvelli í kvöld. "Við sköpum okkur einhver færi. Gary Martin á flott skot í slána snemma leiks og ef sá bolti er inni er allt annar leikur svo eigum við tvö þrjú ágætis færi í fyrri hálfleik. Svo í stöðunni 2-0 fáum við dauðafæri og mark þar hefði auðvitað breytt leiknum. "Við tökum séns í stöðunni 2-0, þá setjum við Ármann Smára fram og breytum í þriggja manna vörn. Það skiptir engu máli hvort maður tapar 2-0 eða 4-0 en þetta var ömurlega lélegt, Palli [Páll Gísli Jónsson] stóð fyrir sínu en ég myndi ekki velja markmann í liði sem tapar 4-0 mann leiksins," sagði Þórður glottandi við tönn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira