Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 2-4 Benedikt Grétarsson í Keflavík skrifar 15. júní 2012 10:33 FH skaust á topp Pepsideildar karla með góðum sigri á Keflavík í dag. Leikurinn endaði 2-4 fyrir gestina úr Hafnarfirðinum og var sanngjarn í meira lagi. Fyrri hálfleikur var frekar daufur og fátt um færi. FH-ingar voru þó hættulegri og skoruðu eina mark hálfleiksins. Þar var að verki Atli Viðar Björnsson. Síðari hálfleikur var frábær skemmtun og mörkunum rigndi í Bítlabænum. Gestirnir komust í 0-3 með mörkum Guðjón Árna og Hólmars Arnar en Guðmundur Steinarsson svaraði fyrir Keflvíkinga með marki úr vítaspyrnu. Fjörið var þó ekki á enda og liðin skoruðu eitt mark hvort áður en yfir lauk og voru það bestu menn vallarins sem gerðu það, fyrst Atli Guðnason fyrir FH og síðan Arnór Ingvi fyrir Keflavík. Lokastaðan 2-4 og verða það að teljast sanngjörn úrslit. Heimir Guðjónsson: Fagleg frammistaðaHeimir Guðjónsson þjálfari FH var að vonum sáttur eftir leikinn „Þetta var fagmannleg frammistaða hjá mínum mönnum og ég er sáttur við sigurinn. Reyndar var það algjör óþarfi að hleypa þessum mörkum inn og við áttum að vera búnir að drepa leikinn í stöðunni 3-0." Heimir var sáttur við framlag þeirra leikmanna sem komu inn í vörnina „Við vorum með breytta varnarlínu í þessum leik en þeir leikmenn sem komu inn í liðið stóðu sig með miklum sóma." Heimir er kominn með lið sitt á toppinn og grætur það hreint ekki. „Við erum í fínum stað og höfum heilt yfir spilað fínan fótbolta það sem af er sumri. Það var bara leikurinn gegn KR sem var ekki nægjanlega vel spilaður af okkar hálfu en eins og staðan er í dag erum við bara vel sáttir." Zoran: Annað og þriðja markið dróg úr okkur vígtennurnarZoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur, viðurkenndi að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í þessum leik. „Við vissum að FH er með frábært lið sem refsar grimmilega fyrir öll mistök og það kom á daginn. Annað og þriðja markið drógu úr okkur vígtennurnar og við verðum að passa okkur að gera ekki svona mistök gegn þessum sterku liðum." Hann var engu að síður ánægður með margt hjá sínu liði. „Mér fannst mínir menn berjast mjög vel og þeir mega eiga það að þeir gerðu sitt besta hér í dag. Því miður var það bara ekki nóg." Aðspurður um meiðsli Guðmundar Steinarssonar svaraði Zoran „Hann meiddist eitthvað lítillega og það var engin ástæða til að taka einhverja sénsa með hann. Það bíður okkar erfiður leikur gegn Fram í næstu umferð og við mætum bara grimmir í þann leik." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
FH skaust á topp Pepsideildar karla með góðum sigri á Keflavík í dag. Leikurinn endaði 2-4 fyrir gestina úr Hafnarfirðinum og var sanngjarn í meira lagi. Fyrri hálfleikur var frekar daufur og fátt um færi. FH-ingar voru þó hættulegri og skoruðu eina mark hálfleiksins. Þar var að verki Atli Viðar Björnsson. Síðari hálfleikur var frábær skemmtun og mörkunum rigndi í Bítlabænum. Gestirnir komust í 0-3 með mörkum Guðjón Árna og Hólmars Arnar en Guðmundur Steinarsson svaraði fyrir Keflvíkinga með marki úr vítaspyrnu. Fjörið var þó ekki á enda og liðin skoruðu eitt mark hvort áður en yfir lauk og voru það bestu menn vallarins sem gerðu það, fyrst Atli Guðnason fyrir FH og síðan Arnór Ingvi fyrir Keflavík. Lokastaðan 2-4 og verða það að teljast sanngjörn úrslit. Heimir Guðjónsson: Fagleg frammistaðaHeimir Guðjónsson þjálfari FH var að vonum sáttur eftir leikinn „Þetta var fagmannleg frammistaða hjá mínum mönnum og ég er sáttur við sigurinn. Reyndar var það algjör óþarfi að hleypa þessum mörkum inn og við áttum að vera búnir að drepa leikinn í stöðunni 3-0." Heimir var sáttur við framlag þeirra leikmanna sem komu inn í vörnina „Við vorum með breytta varnarlínu í þessum leik en þeir leikmenn sem komu inn í liðið stóðu sig með miklum sóma." Heimir er kominn með lið sitt á toppinn og grætur það hreint ekki. „Við erum í fínum stað og höfum heilt yfir spilað fínan fótbolta það sem af er sumri. Það var bara leikurinn gegn KR sem var ekki nægjanlega vel spilaður af okkar hálfu en eins og staðan er í dag erum við bara vel sáttir." Zoran: Annað og þriðja markið dróg úr okkur vígtennurnarZoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur, viðurkenndi að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í þessum leik. „Við vissum að FH er með frábært lið sem refsar grimmilega fyrir öll mistök og það kom á daginn. Annað og þriðja markið drógu úr okkur vígtennurnar og við verðum að passa okkur að gera ekki svona mistök gegn þessum sterku liðum." Hann var engu að síður ánægður með margt hjá sínu liði. „Mér fannst mínir menn berjast mjög vel og þeir mega eiga það að þeir gerðu sitt besta hér í dag. Því miður var það bara ekki nóg." Aðspurður um meiðsli Guðmundar Steinarssonar svaraði Zoran „Hann meiddist eitthvað lítillega og það var engin ástæða til að taka einhverja sénsa með hann. Það bíður okkar erfiður leikur gegn Fram í næstu umferð og við mætum bara grimmir í þann leik."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira