Aston Villa tilkynnti í dag að félagið væri búið að ráða Paul Lambert sem knattspyrnustjóra. Hann tekur við starfinu af Alex McLeish.
Lambert kemur til félagsins frá Norwich en hann sagði upp starfinu þar til þess að taka við Villa.
Lambert gerði frábæra hluti með lið Norwich. Kom liðinu upp um tvær deildir og festi það svo í sessi í úrvalsdeildinni.
Aston Villa búið að ráða Lambert
