Enski boltinn

Rodgers hrifinn af Cole og Aquilani

Joe Cole.
Joe Cole.
Svo gæti farið að lánsmennirnir Joe Cole og Alberto Aquilani eigi sér framtíð hjá Liverpool eftir stjóraskiptin. Brendan Rodgers, nýráðinn stjóri Liverpool, er afar hrifinn af þeim báðum.

Cole var í láni hjá Lille í vetur á meðan Aquilani spilaði með AC Milan.

"Þetta eru hæfileikaríkir leikmenn. Ég þeki Joe vel og hann er gríðarlega hæfileikaríkur. Aquilani er líka frábær leikmaður en honum kannski gengur ekki vel að aðlagast lífinu á Englandi," sagði Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×