Enski boltinn

Liverpool gæti boðið í Gylfa

Gylfi í leik gegn Man. City.
Gylfi í leik gegn Man. City.
Brendan Rodgers, nýráðinn stjóri Liverpool og fyrrum stjóri Swansea, hefur gefið í skyn að Liverpool gæti hugsanlega gert tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson fari svo að Gylfi semji ekki við Swansea.

Swansea er búið að ná samkomulagi við Hoffenheim um að kaupa Gylfa á 6,8 milljónir punda en Gylfi á enn eftir að semja við félagið.

Swansea er stjóralaust og því er ekki skrítið að Gylfi vilji bíða með að skrifa undir.

"Ef hann kemur aftur út á markaðinn þá myndi ég hafa áhuga. Gylfi veit í hversu miklum metum hann er hjá mér," sagði Rodgers.

Samkomulag er á milli Swansea og Liverpool um að Liverpool kaupi ekki leikmenn frá Swansea næstu tólf mánuðina. Gylfi er ekki leikmaður Swansea og því gæti Liverpool vel keypt hann.

"Gylfi kom til Swansea út af mér og hann stóð sig frábærlega. Ég ýtti á félagið að kaupa hann og því mun ég skipta mér af. Málið er í höndum Gylfa en eins og ég segi þá mun ég hafa áhuga ef hann kemur á markaðinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×