Enski boltinn

Barton fékk einn á lúðurinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Joey Barton fékk tólf leikja bann fyrir hegðun sína í lokaleik tímabilsins gegn Man. City.
Joey Barton fékk tólf leikja bann fyrir hegðun sína í lokaleik tímabilsins gegn Man. City. Nordic Photos / Getty
Ráðist var á knattspyrnumanninn Joey Barton fyrir utan skemmtistað í Liverpool snemma í morgun. Lögreglan hefur tvo menn á þrítugsaldri í haldi vegna árásarinnar.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Liverpool segir að 29 ára karlmaður hafi fengið áverka í andlitið fyrir utan skemmtistað í miðbæ Liverpool. Tveir 21 árs karlmenn hafi verið handteknir og séu í gæslu lögreglunnar.

Queens Park Rangers, vinnuveitandi Barton, sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar segir meðal annars:

„Joey Barton lenti í atviki í miðbæ Liverpool í morgunsárið. Barton var á leið sinni heim ásamt kærustu sinni þegar tveir hófu að syngja niðrandi söngva og slógu Barton. Lögreglan mætti strax á svæðið og handtók einn mann. Barton ákvað að leggja ekki fram kæru og yfirgaf svæðið skömmu síður. Félagið mun ekki tjá sig frekar um málið."

Lögreglunni og QPR ber því ekki saman um hvort einn eða tveir karlmenn hafi verið handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×