Enski boltinn

Laudrup orðaður við Swansea

Swansea er enn í stjóraleit en eins og kunnugt er hætti Brendan Rodgers hjá félaginu til þess að taka við Liverpool. Nú er Daninn Michael Laudrup orðaður við félagið.

Swansea var upprunalega í viðræðum við Graeme Jones, aðstoðarþjálfara Wigan, en ekkert varð úr þeim viðræðum.

Aðrir sem hafa verið orðaðir við starfið eru Ian Holloway, Gus Poyet og Jose Ramon Sandoval, þjálfari Rayo Vallecano.

Nafn Laudrup er nýtt í umræðunni en hann þjálfaði síðast lið Mallorca á Spáni.

Umboðsmaður Laudrup segist ekkert hafa heyrt frá Swansea en enskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir fyrir því að Swansea sé spennt fyrir Laudrup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×