Íslenski boltinn

KB komst áfram í 16-liða úrslitin

Úr leik KR og KB árið 2008.
Úr leik KR og KB árið 2008. Mynd/Daníel
3. deildarlið KB úr Breiðholti varð fyrsta lið kvöldsins til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu.

KB mætti öðru 3. deildarliði í kvöld, KFS frá Vestmannaeyjum, og fór leikurinn fram í Eyjum. Ekkert var skorað fyrr en að Sigmar Egill Baldursson tryggði Breiðhyltingum sigur á 90. mínútu leiksins.

KB komst síðast í 16-liða úrslitin árið 2008 og mætti þá KR í vesturbæ Reykjavíkur. KR-ingar unnu nauman 1-0 sigur í leiknum með marki Björgólfs Takefusa í upphafi síðari hálfleiks.

Dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudaginn. Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×