Fylkir fær 90 milljónir frá Reykjavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2012 16:30 Björn Gíslason, formaður Fylkis. Mynd/Valli Ákveðið var í borgarráði Reykjavíkur á föstudaginn að úthluta Fylki 90 milljónir króna fyrir byggingu nýrrar stúku við Fylkisvöll. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma á milli Fylkis og borgarinnar og þá hefur KSÍ einnig átt hlut að máli. Fylkir fær 15 milljónir frá Mannvirkjasjóði KSÍ og segir í ákvörðun borgarráðs að bjóða skuli verkið út í alútboði þar sem hámarkskostnaður nemur 105 milljónum króna. Forráðamenn Fylkis höfðu áður látið gera teikningar af nýrri stúkubyggingu og áætlað að kostnaður hennar myndi nema um 150-160 milljónum króna. En nú er óvíst hvort að stuðst verði við þær teikningar, þar sem verkið fer í alútboð. „Hvort þessar teikningar verði hafðar til hliðsjónar verður að koma í ljós. En það væri besta leiðin að mínu mati," sagði Björn Gíslason, formaður Fylkis, við Vísi í dag. „En við erum engu að síður ánægðir með þetta og tökum jákvætt á þessu. Við sjáum hvað við komumst langt með þetta." Fylkir fær 45 milljónir á næsta ári og svo 45 milljónir árið 2014. En Björn segir að framkvæmdir geti hafist í haust en þær yrðu þá fjármagnaðar með lánsfé. „Við munum væntanlega gera fljótlega samning við borgina um þetta verkefni," bætti Björn við. Til stendur að stækka áhorfendapallana og fjölga þar með sætum á vellinum. Mun Fylkir sjá um þær framkvæmdir en til þess að fjármagna þær stendur nú yfir söfnun í hverfinu. Björn vonast til að tíu milljónir safnist í átakinu. „Við höfum leitað til íbúa og margir hafa lagt söfnuninni lið. Við erum í raun að selja hluti í stúkunni en hver hlutur kostar 36 þúsund krónur. Menn fá svo nafn sitt á heiðursskjöld sem verður reistur við hliðina á stúkunni," segir Björn og hvetur áhugasama til að setja sig í samband við íþróttafélagið Fylki vilji þeir leggja söfnuninni lið. Fylkir er nú á undanþágu frá KSÍ en leyfiskerfi sambandsins kveður á um að félög í efstu deild skulu vera með yfirbyggða stúku fyrir minnst helming sæta á vellinum. Björn vonast þó til að hægt verði að vera með yfirbyggingu fyrir öll sæti á vellinum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Ákveðið var í borgarráði Reykjavíkur á föstudaginn að úthluta Fylki 90 milljónir króna fyrir byggingu nýrrar stúku við Fylkisvöll. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma á milli Fylkis og borgarinnar og þá hefur KSÍ einnig átt hlut að máli. Fylkir fær 15 milljónir frá Mannvirkjasjóði KSÍ og segir í ákvörðun borgarráðs að bjóða skuli verkið út í alútboði þar sem hámarkskostnaður nemur 105 milljónum króna. Forráðamenn Fylkis höfðu áður látið gera teikningar af nýrri stúkubyggingu og áætlað að kostnaður hennar myndi nema um 150-160 milljónum króna. En nú er óvíst hvort að stuðst verði við þær teikningar, þar sem verkið fer í alútboð. „Hvort þessar teikningar verði hafðar til hliðsjónar verður að koma í ljós. En það væri besta leiðin að mínu mati," sagði Björn Gíslason, formaður Fylkis, við Vísi í dag. „En við erum engu að síður ánægðir með þetta og tökum jákvætt á þessu. Við sjáum hvað við komumst langt með þetta." Fylkir fær 45 milljónir á næsta ári og svo 45 milljónir árið 2014. En Björn segir að framkvæmdir geti hafist í haust en þær yrðu þá fjármagnaðar með lánsfé. „Við munum væntanlega gera fljótlega samning við borgina um þetta verkefni," bætti Björn við. Til stendur að stækka áhorfendapallana og fjölga þar með sætum á vellinum. Mun Fylkir sjá um þær framkvæmdir en til þess að fjármagna þær stendur nú yfir söfnun í hverfinu. Björn vonast til að tíu milljónir safnist í átakinu. „Við höfum leitað til íbúa og margir hafa lagt söfnuninni lið. Við erum í raun að selja hluti í stúkunni en hver hlutur kostar 36 þúsund krónur. Menn fá svo nafn sitt á heiðursskjöld sem verður reistur við hliðina á stúkunni," segir Björn og hvetur áhugasama til að setja sig í samband við íþróttafélagið Fylki vilji þeir leggja söfnuninni lið. Fylkir er nú á undanþágu frá KSÍ en leyfiskerfi sambandsins kveður á um að félög í efstu deild skulu vera með yfirbyggða stúku fyrir minnst helming sæta á vellinum. Björn vonast þó til að hægt verði að vera með yfirbyggingu fyrir öll sæti á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00