Fylkir fær 90 milljónir frá Reykjavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2012 16:30 Björn Gíslason, formaður Fylkis. Mynd/Valli Ákveðið var í borgarráði Reykjavíkur á föstudaginn að úthluta Fylki 90 milljónir króna fyrir byggingu nýrrar stúku við Fylkisvöll. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma á milli Fylkis og borgarinnar og þá hefur KSÍ einnig átt hlut að máli. Fylkir fær 15 milljónir frá Mannvirkjasjóði KSÍ og segir í ákvörðun borgarráðs að bjóða skuli verkið út í alútboði þar sem hámarkskostnaður nemur 105 milljónum króna. Forráðamenn Fylkis höfðu áður látið gera teikningar af nýrri stúkubyggingu og áætlað að kostnaður hennar myndi nema um 150-160 milljónum króna. En nú er óvíst hvort að stuðst verði við þær teikningar, þar sem verkið fer í alútboð. „Hvort þessar teikningar verði hafðar til hliðsjónar verður að koma í ljós. En það væri besta leiðin að mínu mati," sagði Björn Gíslason, formaður Fylkis, við Vísi í dag. „En við erum engu að síður ánægðir með þetta og tökum jákvætt á þessu. Við sjáum hvað við komumst langt með þetta." Fylkir fær 45 milljónir á næsta ári og svo 45 milljónir árið 2014. En Björn segir að framkvæmdir geti hafist í haust en þær yrðu þá fjármagnaðar með lánsfé. „Við munum væntanlega gera fljótlega samning við borgina um þetta verkefni," bætti Björn við. Til stendur að stækka áhorfendapallana og fjölga þar með sætum á vellinum. Mun Fylkir sjá um þær framkvæmdir en til þess að fjármagna þær stendur nú yfir söfnun í hverfinu. Björn vonast til að tíu milljónir safnist í átakinu. „Við höfum leitað til íbúa og margir hafa lagt söfnuninni lið. Við erum í raun að selja hluti í stúkunni en hver hlutur kostar 36 þúsund krónur. Menn fá svo nafn sitt á heiðursskjöld sem verður reistur við hliðina á stúkunni," segir Björn og hvetur áhugasama til að setja sig í samband við íþróttafélagið Fylki vilji þeir leggja söfnuninni lið. Fylkir er nú á undanþágu frá KSÍ en leyfiskerfi sambandsins kveður á um að félög í efstu deild skulu vera með yfirbyggða stúku fyrir minnst helming sæta á vellinum. Björn vonast þó til að hægt verði að vera með yfirbyggingu fyrir öll sæti á vellinum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Ákveðið var í borgarráði Reykjavíkur á föstudaginn að úthluta Fylki 90 milljónir króna fyrir byggingu nýrrar stúku við Fylkisvöll. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma á milli Fylkis og borgarinnar og þá hefur KSÍ einnig átt hlut að máli. Fylkir fær 15 milljónir frá Mannvirkjasjóði KSÍ og segir í ákvörðun borgarráðs að bjóða skuli verkið út í alútboði þar sem hámarkskostnaður nemur 105 milljónum króna. Forráðamenn Fylkis höfðu áður látið gera teikningar af nýrri stúkubyggingu og áætlað að kostnaður hennar myndi nema um 150-160 milljónum króna. En nú er óvíst hvort að stuðst verði við þær teikningar, þar sem verkið fer í alútboð. „Hvort þessar teikningar verði hafðar til hliðsjónar verður að koma í ljós. En það væri besta leiðin að mínu mati," sagði Björn Gíslason, formaður Fylkis, við Vísi í dag. „En við erum engu að síður ánægðir með þetta og tökum jákvætt á þessu. Við sjáum hvað við komumst langt með þetta." Fylkir fær 45 milljónir á næsta ári og svo 45 milljónir árið 2014. En Björn segir að framkvæmdir geti hafist í haust en þær yrðu þá fjármagnaðar með lánsfé. „Við munum væntanlega gera fljótlega samning við borgina um þetta verkefni," bætti Björn við. Til stendur að stækka áhorfendapallana og fjölga þar með sætum á vellinum. Mun Fylkir sjá um þær framkvæmdir en til þess að fjármagna þær stendur nú yfir söfnun í hverfinu. Björn vonast til að tíu milljónir safnist í átakinu. „Við höfum leitað til íbúa og margir hafa lagt söfnuninni lið. Við erum í raun að selja hluti í stúkunni en hver hlutur kostar 36 þúsund krónur. Menn fá svo nafn sitt á heiðursskjöld sem verður reistur við hliðina á stúkunni," segir Björn og hvetur áhugasama til að setja sig í samband við íþróttafélagið Fylki vilji þeir leggja söfnuninni lið. Fylkir er nú á undanþágu frá KSÍ en leyfiskerfi sambandsins kveður á um að félög í efstu deild skulu vera með yfirbyggða stúku fyrir minnst helming sæta á vellinum. Björn vonast þó til að hægt verði að vera með yfirbyggingu fyrir öll sæti á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00