„Ég er stödd á Spáni og mun horfa á keppnina með fjölskyldunni hérna úti. Ég hlakka mikið til því Greta og co eiga eftir að standa sig vel. Ég er í engum vafa um það," segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona spurð hvar og með hverjum hún horfir á Eurovisionkeppnina annað kvöld og gengi Íslands.
Hvað hefur þú keppt oft í Eurovision? „Ég hef farið út fjórum sinnum fyrir Íslands hönd. Fyrst með Grétari Örvars árið 1990 til Zagreb í Júgóslavíu með lagið „Eitt lag enn" sem lenti í fjórða sæti og svo árið 1992 með Sigrúnu Evu og Stjórninni með lagið „Nei eða já" og lentum við í sjöunda sæti.
Svo fór ég árið 1994 með lagið „Nætur" og söng þá ein með bakröddum og lenti í tólfta sæti. Síðast þegar ég fór út var með Silvíu nótt til Grikklands með lagið „Til hamingju Ísland","segir Sigríður áður en kvatt er.
Meðfylgjandi má sjá Sigríði og fylgdarlið syngja lagið Nætur.
