Enski boltinn

Ferguson varar nágrannana við því að hann sé ekki á förum

Þó svo lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fari fram í dag þá er Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, þegar farinn að undirbúa titilbaráttu næsta árs.

Það er mikill spennudagur fram undan þar sem annað hvort Manchester-liðanna mun standa uppi sem sigurvegari.

Ferguson var ekki einu sinni í Manchester í gær enda fór hann á þýska bikarúrslitaleikinn í Berlín þar sem hann fylgdist með Kagawa, leikmanni Dortmund.

"Næsta tímabil verður frábært. Við erum ekkert að fara að gefa eftir og ég er ekki á förum. Það er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum á framfæri við þá hinum megin við götuna," sagði Ferguson og var þar eðlilega að tala um Man. City.

"Við tökum öllum áskorunum líkt og við höfum gert síðustu ár. Við hræðumst ekkert og ég hef gaman af öllum áskorunum. Það heldur mér gangandi og ég yngist við alvöru áskoranir. Ég hef þegar yngst um þrjú ár í vetur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×