Enski boltinn

Di Matteo ekki að pressa á neinar viðræður um nýjan samning

Þó svo Roberto de Matteo sé búinn að standa sig frábærlega sem stjóri Chelsea hefur hann ekki fengið neina tryggingu um að hann haldi starfinu næsta vetur.

Di Matteo segist ætla að klára sín verkefni og hann bíður rólegur eftir því sem verður.

"Ég veit ekki hvað gerist eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Staðan hefur ekkert breyst. Ég hef um margt mikilvægara að hugsa en hvort ég haldi vinnunni," sagði Di Matteo.

"Það er engin ástæða til þess að vera með einhverjar viðræður á þessu stigi. Þegar tíminn er réttur verður sest niður og spjallað. Hvað sem verður þá getur enginn tekið frá mér það sem ég hef afrekað hérna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×