Enski boltinn

Vidic gæti misst af fyrstu leikjum Man Utd. á næsta tímabili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vidic þegar hann meiddist seint á síðasta ári.
Vidic þegar hann meiddist seint á síðasta ári. Mynd. / Getty Images
Það mun líklega taka Nemanja Vidic, leikmann Manchester United, lengri tíma en búast var við að jafna sig á meiðslunum sem hann varð fyrir seint á síðasta ári.

Vidic sleit krossband í hné en sérfræðingar liðsins vonuðust til að leikmaðurinn yrði klár fyrir fyrsta leik næsta tímabils.

Vidic mun ekki ferðast með liðinu í þær æfingaferðir sem nú þegar er búið að skipuleggja í sumar og óvissa um það hvort hann verði orðin leikfær fyrir byrjun næsta tímabil.

„Vidic hefur æft mikið einn að undanförnu og þá aðallega í lyftingarsalnum en hann er ekki enn farinn að hlaupa," sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, í viðtali við fjölmiðla ytra.

„Hann hefur að undanförnu verið í sérstakri meðferð á Spáni sem hefur reynst honum vel, en andlegi þátturinn er mikill í svona tilfellum og það þarf einnig að hugsa vel um þann þátt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×