Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - FH 0-1 Stefán Árni Pálsson á Selfossi skrifar 15. maí 2012 13:39 FH vann fínan sigur, 1-0, á Selfyssingum í þriðju umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Selfössvelli. Björn Daníel Sverrisson skoraði eina mark leiksins. FH-ingar hófu leikinn vel og komust fljótlega vel í takt við leikinn. Eftir aðeins fimm mínútna leik fékk Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, algjört dauðafæri þegar hann slapp einn í gegnum vörn Selfyssinga en skot hans fór beint í hendurnar á Ismet Duracak, markvörð heimamanna. FH-ingar voru með ágæt tök leiknum næstu mínútur en Selfyssingar virkuðu samt sem áður vel vakandi. Þegar um 25. mínútur voru liðnar af leiknum náðu Selfyssingar að skora ágætt mark sem var dæmt af vegna brots. Babacar Sarr skallaði knöttinn í netið en brotið var á varnarmanni FH-inga í tilvikinu og því markið dæmt af. Eftir atvikið róaðist leikurinn töluvert og staðan var 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði vægast sagt illa og nánast ekkert gerðist fyrsta hálftímann. Þegar leið á leikinn fóru FH-ingar að sækja í sig veðrið og byrjuðu að spila boltanum mun betur á milli sín. Það endaði með fínu marki frá Birni Daníel Sverrissyni á 78. mínútu, en hann fékk fína stungusendingu inn í vítateig og þrumaði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Duracak í markinu. Selfyssingar lágu töluvert í sókn á loka mínútum leiksins en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn með jöfnunarmarki og FH-ingar fóru heim með öll stigin. Gunnleifur: Erum búnir að þétta liðið töluvert„Þetta var mjög erfiður leikur og við erum mjög sáttir með að fara með þrjú stig héðan," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, eftir sigurinn í kvöld „Selfyssingar eru með fínt lið og rosalega skipulagðir. Við áttum oft á tíðum í miklum vandræðum með þá." „Við þéttum liðið í síðari hálfleiknum og mun grimmari í öllum aðgerðum. Þá fór bolti að vinna mun betur fyrir okkur sem endaði með fínu marki." „Við erum búnir að taka varnarleikinn vel í gegn fyrir tímabilið og höfum þétt allt liðið eins og sést," sagði Gunnleifur. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Gunnleif hér að ofan. Logi: Sköpuðum ekki nægilega góð færi„Við erum fyrst og fremst óánægðir með sjálfa okkur að fá þetta mark á okkur," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss, eftir tapið í kvöld. „Ég vildi sjá okkur vera mun ákafari í sóknarleik okkar, við fáum vissulega nokkur færi en náum ekki að færa okkur það í nyt." „FH-ingar ná að nýta það færi sem þeir fengu í kvöld og áttu því sigurinn skilið. Ég er nokkuð sáttur með liðið eftir þrjár umferðir, en við verðum að bæta okkur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Loga með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
FH vann fínan sigur, 1-0, á Selfyssingum í þriðju umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Selfössvelli. Björn Daníel Sverrisson skoraði eina mark leiksins. FH-ingar hófu leikinn vel og komust fljótlega vel í takt við leikinn. Eftir aðeins fimm mínútna leik fékk Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, algjört dauðafæri þegar hann slapp einn í gegnum vörn Selfyssinga en skot hans fór beint í hendurnar á Ismet Duracak, markvörð heimamanna. FH-ingar voru með ágæt tök leiknum næstu mínútur en Selfyssingar virkuðu samt sem áður vel vakandi. Þegar um 25. mínútur voru liðnar af leiknum náðu Selfyssingar að skora ágætt mark sem var dæmt af vegna brots. Babacar Sarr skallaði knöttinn í netið en brotið var á varnarmanni FH-inga í tilvikinu og því markið dæmt af. Eftir atvikið róaðist leikurinn töluvert og staðan var 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði vægast sagt illa og nánast ekkert gerðist fyrsta hálftímann. Þegar leið á leikinn fóru FH-ingar að sækja í sig veðrið og byrjuðu að spila boltanum mun betur á milli sín. Það endaði með fínu marki frá Birni Daníel Sverrissyni á 78. mínútu, en hann fékk fína stungusendingu inn í vítateig og þrumaði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Duracak í markinu. Selfyssingar lágu töluvert í sókn á loka mínútum leiksins en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn með jöfnunarmarki og FH-ingar fóru heim með öll stigin. Gunnleifur: Erum búnir að þétta liðið töluvert„Þetta var mjög erfiður leikur og við erum mjög sáttir með að fara með þrjú stig héðan," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, eftir sigurinn í kvöld „Selfyssingar eru með fínt lið og rosalega skipulagðir. Við áttum oft á tíðum í miklum vandræðum með þá." „Við þéttum liðið í síðari hálfleiknum og mun grimmari í öllum aðgerðum. Þá fór bolti að vinna mun betur fyrir okkur sem endaði með fínu marki." „Við erum búnir að taka varnarleikinn vel í gegn fyrir tímabilið og höfum þétt allt liðið eins og sést," sagði Gunnleifur. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Gunnleif hér að ofan. Logi: Sköpuðum ekki nægilega góð færi„Við erum fyrst og fremst óánægðir með sjálfa okkur að fá þetta mark á okkur," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss, eftir tapið í kvöld. „Ég vildi sjá okkur vera mun ákafari í sóknarleik okkar, við fáum vissulega nokkur færi en náum ekki að færa okkur það í nyt." „FH-ingar ná að nýta það færi sem þeir fengu í kvöld og áttu því sigurinn skilið. Ég er nokkuð sáttur með liðið eftir þrjár umferðir, en við verðum að bæta okkur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Loga með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira