Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur býður sig fram sem vítaskyttu Fylkis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
"Þetta var hundfúlt og ég er brjálaður. Við vorum betra liðið í 90 mínútur og svekkjandi að fá ekkert út úr þessu," sagði miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson hjá Fylki eftir 1-0 tap fyrir ÍA í kvöld.

Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson klikkaði á vítaspyrnu í kvöld en stuttu síðar tryggðu Skagamenn sér sigur. Í ljósi þess vaknar sú spurning hver taki næsta víti sem Fylkismenn fá.

„Ég hef ekki klikkað víti á æfingu í mörg ár þannig að ég býð mig fram ef þess þarf," sagði Ásgeir Börkur.

Fleiri viðtöl og umfjöllun um leikinn má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 0-1

Varamaðurinn Ólafur Valur Valdimarsson tryggði nýliðum Skagamanna 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld og þar með fullt hús eftir þrjá fyrstu leiki sína í Pepsi-deild karla. Ólafur Valur var ekki eini varamaðurinn sem var hetja Skagamanna í kvöld því varamarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson varði víti frá Ingimundi Níels Óskarssyni áður en Skagamenn komust yfir í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×