Enski boltinn

Gerrard ánægður með ráðningu Hodgson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard er einn fyrsti leikmaður enska landsliðsins sem tjáir sig um ráðningu Roy Hodgson í stöðu landsliðsþjálfara Englands.

Leikmenn höfðu margir hverjir lýst yfir stuðningi við Harry Redknapp en fjölmiðlar í Englandi höfðu flestir reiknað með því að hann yrði ráðinn. Svo fór þó ekki.

Gerrard þekkir Hodgson enda unnu þeir saman hjá Liverpool þegar sá síðarnefndi stýrði liðinu í nokkra mánuði.

„Ég hef unnið með Roy. Hann er góður maður og góður knattspyrnustjóri. Hann á skilið að fá tækifæri og ég hlakka til að vinna með honum á ný," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×