Liverpool tók nýkrýnda bikarmeistara Chelsea í kennslustund Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2012 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Liverpool hefndi fyrir tapið á móti Chelsea í bikarúrslitaleiknum á Wembley á laugardaginn með því að rúlla yfir nýkrýnda bikarmeistara á Anfield í kvöld. Liverpool vann leikinn 4-1 og er nú aðeins einu stigi á eftir nágrönnunum í Everton fyrir lokaumferðina. Liverpool skoraði þrjú mörk á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik og gat líka leyft sér að klikka á vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Liverpool nýtti sér vel að Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum og John Terry, fyrirliði Chelsea, átti einn sinn versta leik í manna minnum. Það voru aðeins þrír leikmenn Chelsea sem héldu sæti sínu í byrjunarliðinu frá því í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn; John Terry, Branislav Ivanovic og Ramires. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í leikbanni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool gerði fjórar breytingar og Andy Carroll kom meðal annars inn í liðið en Steven Gerrard var aftur á móti ekki í hóp. Ross Turnbull var í marki Chelsea í fyrsta sinn í deildarleik í tvö ár, Ashley Cole, Frank Lampard og Juan Mata byrjuðu allir á bekknum en Didier Drogba var ekki í hóp. Luis Suarez átti fyrsta markið sem kom á 20. mínútu. Hann klobbaði þá John Terry, fyrirliða Chelsea, í annað skiptið á stuttum tíma og komst upp á endamörkum. Suarez gaf boltann fyrir og Michael Essien sendi boltann í eigið mark. John Terry gerði önnur mistök í öðru markinu sem kom fimm mínútum síðar. Terry rann þá á hausinn og Jordan Henderson komst einn í gegn og skoraði. Daniel Agger skoraði síðan þriðja mark Liverpool á aðeins átta mínútum þegar hann skallaði inn skallasendingu Andy Carroll eftir hornspyrnu frá Jonjo Shelvey. Andy Carroll fékk síðan víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Stewart Downing skaut í stöngina og hefur því enn ekki náð að opna markareikning sinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Ramires minnkaði muninn í 3-1 á 50. mínútu þegar hann fékk aukaspyrnu Florent Malouda í sig. Jonjo Shelvey bætti hinsvegar við fjórða marki Liverpool á 61. mínútu með laglegu langskoti eftir misheppnað útspark Ross Turnbull. Liverpool fékk fullt af færum til að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum en Chelsea slapp með 4-1 tap. Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Liverpool hefndi fyrir tapið á móti Chelsea í bikarúrslitaleiknum á Wembley á laugardaginn með því að rúlla yfir nýkrýnda bikarmeistara á Anfield í kvöld. Liverpool vann leikinn 4-1 og er nú aðeins einu stigi á eftir nágrönnunum í Everton fyrir lokaumferðina. Liverpool skoraði þrjú mörk á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik og gat líka leyft sér að klikka á vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Liverpool nýtti sér vel að Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum og John Terry, fyrirliði Chelsea, átti einn sinn versta leik í manna minnum. Það voru aðeins þrír leikmenn Chelsea sem héldu sæti sínu í byrjunarliðinu frá því í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn; John Terry, Branislav Ivanovic og Ramires. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í leikbanni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool gerði fjórar breytingar og Andy Carroll kom meðal annars inn í liðið en Steven Gerrard var aftur á móti ekki í hóp. Ross Turnbull var í marki Chelsea í fyrsta sinn í deildarleik í tvö ár, Ashley Cole, Frank Lampard og Juan Mata byrjuðu allir á bekknum en Didier Drogba var ekki í hóp. Luis Suarez átti fyrsta markið sem kom á 20. mínútu. Hann klobbaði þá John Terry, fyrirliða Chelsea, í annað skiptið á stuttum tíma og komst upp á endamörkum. Suarez gaf boltann fyrir og Michael Essien sendi boltann í eigið mark. John Terry gerði önnur mistök í öðru markinu sem kom fimm mínútum síðar. Terry rann þá á hausinn og Jordan Henderson komst einn í gegn og skoraði. Daniel Agger skoraði síðan þriðja mark Liverpool á aðeins átta mínútum þegar hann skallaði inn skallasendingu Andy Carroll eftir hornspyrnu frá Jonjo Shelvey. Andy Carroll fékk síðan víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Stewart Downing skaut í stöngina og hefur því enn ekki náð að opna markareikning sinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Ramires minnkaði muninn í 3-1 á 50. mínútu þegar hann fékk aukaspyrnu Florent Malouda í sig. Jonjo Shelvey bætti hinsvegar við fjórða marki Liverpool á 61. mínútu með laglegu langskoti eftir misheppnað útspark Ross Turnbull. Liverpool fékk fullt af færum til að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum en Chelsea slapp með 4-1 tap.
Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira