Liverpool tók nýkrýnda bikarmeistara Chelsea í kennslustund Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2012 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Liverpool hefndi fyrir tapið á móti Chelsea í bikarúrslitaleiknum á Wembley á laugardaginn með því að rúlla yfir nýkrýnda bikarmeistara á Anfield í kvöld. Liverpool vann leikinn 4-1 og er nú aðeins einu stigi á eftir nágrönnunum í Everton fyrir lokaumferðina. Liverpool skoraði þrjú mörk á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik og gat líka leyft sér að klikka á vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Liverpool nýtti sér vel að Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum og John Terry, fyrirliði Chelsea, átti einn sinn versta leik í manna minnum. Það voru aðeins þrír leikmenn Chelsea sem héldu sæti sínu í byrjunarliðinu frá því í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn; John Terry, Branislav Ivanovic og Ramires. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í leikbanni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool gerði fjórar breytingar og Andy Carroll kom meðal annars inn í liðið en Steven Gerrard var aftur á móti ekki í hóp. Ross Turnbull var í marki Chelsea í fyrsta sinn í deildarleik í tvö ár, Ashley Cole, Frank Lampard og Juan Mata byrjuðu allir á bekknum en Didier Drogba var ekki í hóp. Luis Suarez átti fyrsta markið sem kom á 20. mínútu. Hann klobbaði þá John Terry, fyrirliða Chelsea, í annað skiptið á stuttum tíma og komst upp á endamörkum. Suarez gaf boltann fyrir og Michael Essien sendi boltann í eigið mark. John Terry gerði önnur mistök í öðru markinu sem kom fimm mínútum síðar. Terry rann þá á hausinn og Jordan Henderson komst einn í gegn og skoraði. Daniel Agger skoraði síðan þriðja mark Liverpool á aðeins átta mínútum þegar hann skallaði inn skallasendingu Andy Carroll eftir hornspyrnu frá Jonjo Shelvey. Andy Carroll fékk síðan víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Stewart Downing skaut í stöngina og hefur því enn ekki náð að opna markareikning sinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Ramires minnkaði muninn í 3-1 á 50. mínútu þegar hann fékk aukaspyrnu Florent Malouda í sig. Jonjo Shelvey bætti hinsvegar við fjórða marki Liverpool á 61. mínútu með laglegu langskoti eftir misheppnað útspark Ross Turnbull. Liverpool fékk fullt af færum til að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum en Chelsea slapp með 4-1 tap. Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Liverpool hefndi fyrir tapið á móti Chelsea í bikarúrslitaleiknum á Wembley á laugardaginn með því að rúlla yfir nýkrýnda bikarmeistara á Anfield í kvöld. Liverpool vann leikinn 4-1 og er nú aðeins einu stigi á eftir nágrönnunum í Everton fyrir lokaumferðina. Liverpool skoraði þrjú mörk á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik og gat líka leyft sér að klikka á vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Liverpool nýtti sér vel að Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum og John Terry, fyrirliði Chelsea, átti einn sinn versta leik í manna minnum. Það voru aðeins þrír leikmenn Chelsea sem héldu sæti sínu í byrjunarliðinu frá því í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn; John Terry, Branislav Ivanovic og Ramires. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í leikbanni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool gerði fjórar breytingar og Andy Carroll kom meðal annars inn í liðið en Steven Gerrard var aftur á móti ekki í hóp. Ross Turnbull var í marki Chelsea í fyrsta sinn í deildarleik í tvö ár, Ashley Cole, Frank Lampard og Juan Mata byrjuðu allir á bekknum en Didier Drogba var ekki í hóp. Luis Suarez átti fyrsta markið sem kom á 20. mínútu. Hann klobbaði þá John Terry, fyrirliða Chelsea, í annað skiptið á stuttum tíma og komst upp á endamörkum. Suarez gaf boltann fyrir og Michael Essien sendi boltann í eigið mark. John Terry gerði önnur mistök í öðru markinu sem kom fimm mínútum síðar. Terry rann þá á hausinn og Jordan Henderson komst einn í gegn og skoraði. Daniel Agger skoraði síðan þriðja mark Liverpool á aðeins átta mínútum þegar hann skallaði inn skallasendingu Andy Carroll eftir hornspyrnu frá Jonjo Shelvey. Andy Carroll fékk síðan víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Stewart Downing skaut í stöngina og hefur því enn ekki náð að opna markareikning sinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Ramires minnkaði muninn í 3-1 á 50. mínútu þegar hann fékk aukaspyrnu Florent Malouda í sig. Jonjo Shelvey bætti hinsvegar við fjórða marki Liverpool á 61. mínútu með laglegu langskoti eftir misheppnað útspark Ross Turnbull. Liverpool fékk fullt af færum til að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum en Chelsea slapp með 4-1 tap.
Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira