Kompany skallaði Man. City á toppinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2012 16:00 Kompany fagnar marki sínu í kvöld. Man. City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. City vann stórslaginn um Manchester-borg í kvöld og komst með sigrinum í toppsætið á betri markamun. Það var fyrirliði Man. City, Vincent Kompany, sem skoraði eina mark leiksins með skalla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sigur City sanngjarn enda sterkara liðið. Man. Utd skapaði sér ekki eitt einasta færi í leiknum. Hér að neðan má lesa leiklýsingu blaðamanns Vísis.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.Leik lokið: Man. City vinnur sanngjarnan sigur.95. mín: City fær aukaspyrnu um leið og uppbótartíminn rennur út.95. mín: United fær horn þegar mínúta er eftir. Hún var léleg. United fær innkast og reynir í örvæntingu sinni að jafna leikinn.93. mín: James Milner kemur inn fyrir Samir Nasri. Tími United að verða búinn.90. mín: Uppbótartíminn er 5 mínútur. Man. Utd hefur ekki enn skapað sér færi í leiknum.87. mín: Þrjár mín eftir og City að pressa. Áttu gott skot en De Gea varði. Þetta verða rafmagnaðar lokamínútur.83. mín: Micah Richards kemur inn fyrir Silva. Ashley Young kemur svo inn fyrir Nani. Nú verður United að láta sverfa til stáls.82. mín: Toure hættulegur í skyndisóknunum. Nú aftur með skot og mun nær en áðan. United gengur sem fyrr ekkert að opna vörn City og fátt sem bendir til þess að gestirnir muni jafna leikinn.78. mín: Scholes farinn af velli fyrir Valencia. Ekki besti leikur Scholes síðan hann kom aftur. Carrick fær svo gult spjald.76. mín: De Jong fær gult fyrir að brjóta á Welbeck. Mancini og Ferguson farnir að rífast á hliðarlínunni og þurfti þrjá til þess að halda aftur af Ferguson. Hiti að færast í menn.72. mín: Toure með skot eftir skyndisókn. Nokkuð fram hjá. City að verjast vel og United ekki að fá nein færi.69. mín: Phil Jones fær gult fyrir að sparka Barry niður. Fyrsti leikmaður United sem er spjaldaður í kvöld.68. mín: Skipting hjá City. Nigel de Jong kemur inn fyrir Carlos Tevez. Stuðningsmenn United þurfa ekki að óttast lengur að Tevez skori í kvöld. City að þétta miðjuna hjá sér en þeir hafa fallið langt aftur síðustu mínútur.64. mín: De Gea eitthvað slappur eftir að hafa varið skotfyrirgjöf Toure með fætinum áðan. Ben Amos hitar upp. Rooney dregið sig aftar á völlinn og reynir að koma sér inn í leikinn. Vantar meiri grimmd frá United og gömlu mennirnir Scholes og Giggs þurfa að gera betur. Þeir eru varla með.58. mín: Fyrsta skipting leiksins. Danny Welbeck kemur inn fyrir Ji-sung Park sem gat ekkert í kvöld.52. mín: Yaya Toure fær annað gula spjald leiksins. Fyrir að hindra Giggs.49. mín: Það er alveg ljóst hvaða lið þarf að sækja í seinni hálfleik. United byrjar með trukki og búið að fá þrjú horn. Ekkert færi samt.46. mín: Síðari hálfleikur er hafinn. Engar breytingar á liðunum.Hálfleikur: Hundleiðinlegur fyrri hálfleikur að baki en mark Kompany mun gera það að verkum að síðari hálfleikur verður væntanlega líflegri. City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í hálfleik.45.+1 mín: Vincent Kompany skorar með skalla eftir hornspyrnu Silva. Kröftugur í teignum og enginn átti roð í hann. Smalling átti að dekka en var of langt frá Kompany. Þetta er högg fyrir United rétt undir lok fyrri hálfleiks. 1-0 fyrir Man. City !!40. mín: Leikurinn aðeins að opnast á lokamínútum fyrri hálfleiks. Væri ekki ónýtt að fá eitt mark. Leikurinn þarf sárlega á því að halda.36. mín: Það verður að viðurkennast að þetta er ekki skemmtilegasti leikur í heimi. Taugaspennan mikil og liðin gefa fá færi á sér. Aguero þó í hálffæri en kom ekki skoti á markið.28. mín: City að ná smá tökum á leiknum og sóknarlotum United fer fækkandi. City þarf að sækja hraðar er það vinnur boltann af United. Gestirnir ná alltaf að komast bakvið boltann.25. mín: Aguero fær óvænt skotfæri í teignum. Hittir boltann engan veginn og skotið endar nálægt tengdapabba hans í stúkunni. Sá reis þó á fætur enda spenntur. Maradona er í leddara og með eyrnalokk ásamt mottunni góðu. Að ríghalda sér.19. mín: Ekki mikið tempó í leiknum. City með hægar sóknaraðgerðir gegn þéttri vörn United. Gestirnir sækja þó hratt. Vincent Kompany fær fyrsta spjald leiksins fyrir að brjóta á Rooney. Endursýningar leiða þó í ljós að Rooney gerði ansi mikið úr brotinu.15. mín: Enn beðið eftir fyrsta alvöru færinu. United þó sterkara það sem af er en ekki frá miklu að segja. Maradona er reyndar að skarta góðri mottu í stúkunni. Það er eitthvað.11. mín: "Lítur út fyrir að fyrsta markið verði mjög mikilvægt," segir Patrick Vieira á Twitter. Djúpur í kvöld, kallinn.9. mín: Mikið fjör á upphafsmínútunum. Gestirnir ekkert að pakka og sækja á mörgum mönnum. Virka betur stemmdir á meðan það er eitthvað stress í heimamönnum.6. mín: Silva með fyrsta skot City. Fór í varnarmann og horn. Ekkert varð úr horninu.2. mín: Þetta byrjar með látum. United skapar usla úr horni. Carrick átti skot og vildi víti. Fékk ekki sem var líklega rétt.1. mín: Leikurinn er hafinn. City byrjar með boltann.Fyrir leik: Blue Moon á blastinu og menn taka vel undir. Síðasta lag fyrir fréttir eins og venjulega. Nú má ballið byrja.Fyrir leik: Margir leikmenn Man. Utd tóku vel á móti Tevez fyrir leik. Sérstaklega Evra og Park.Fyrir leik: Leikmenn ganga nú út á völlinn og það var rafmögnuð spenna í göngunum. Einbeitingin skein úr hverju andliti.Fyrir leik: Sir Alex Ferguson hafði þetta að segja rétt áðan: "Við vitum hvernig City spilar og þess vegna ákváðum við að styrkja miðjuna hjá okkur. Reynslan skiptir miklu máli í svona leikjum og Ryan og Paul hafa leikið fleiri nágrannaslagi en allir aðrir til samans. Við ætlum okkur að vinna leikinn og vonandi verður þessi leikur mikil veisla fyrir alla. Ég hef aldrei reynt að ná jafntefli og byrja ekki á því núna."Fyrir leik: Ekki nema 15 mínútur í veisluna og það kom Mancini ekki mikið á óvart að United sé að stilla upp varnarsinnuðu liði. Jafntefli væru frábær úrslit fyrir United en City verður að sækja til sigurs.Fyrir leik: Stemningin á vellinum er hreint rosaleg og allt í Manchester í dag hefur snúist um leikinn. Löggæslumenn eru við öllu búnir og vona eftir því að allt fari vel fram.Fyrir leik: Boltavaktin ætlar að reyna að vera hress í kvöld og ef menn hafa eitthvað til málanna að leggja í kvöld geta þeir notað merkinguna #Visirsport á Twitter. Þá er aldrei að vita nema þitt innlegg komist hér inn.Fyrir leik: Ferguson hefur oftar en ekki stillt svona upp á útivelli í Meistaradeildinni. Það gaf reyndar ekki góða raun í vetur en við sjáum hvað setur í kvöld.Fyrir leik: Það er ljóst að Sir Alex treystir á reynslumennina enda bæði með Giggs og Scholes í byrjunarliðinu. Það er André Marriner sem heldur um flautuna í kvöld og vonandi verður hann ekki í aðalhlutverki. Marriner á þó klárlega erfitt kvöld í vændum.Fyrir leik: Roberto Mancini, stjóri City, er ekki lengur ósáttur við Tevez og hefur mikla trú á honum fyrir leikinn: "Ég held það séu örlög Carlosar að labba út á þennan völl og skora mikilvægasta mark í sögu City," sagði Mancini.Fyrir leik: Það eru fjórar breytingar á liði Man. Utd frá því í síðasta leik. Ryan Giggs, Phil Jones, Chris Smalling og Ji-Sung Park koma allir inn. Nokkra athygli vekur að Antonio Valencia byrjar á bekknum.Fyrir leik: Það eru engar breytingar á byrjunarliði Man. City frá því í síðasta leik. Balotelli er því á bekknum en Carlos Tevez er í fremstu víglínu með landa sínum, Sergio Aguero. Tengdapabbi Aguero, Diego Maradona, er víst mættur á leikinn.Fyrir leik: Man. City hefur ekki unnið deildina síðan 1968 þannig að eyðimerkurganga félagsins er í lengri kantinum. Hinir moldríku eigendur félagsins hafa þó breytt öllu með endalausum leikmannakaupum. Einhverjir vilja meina að félagið sé nálægt því að kaupa titil en aðrir segja þetta einfaldlega vera hluta af nútímaumhverfi fótboltans.Fyrir leik: Þó svo það sé mikið undir í þessum leik er baráttan ekki búin í leikslok. Bæði lið eiga tvo leiki í viðbót. Man. Utd á eftir að mæta Swansea og Sunderland en City á eftir að spila gegn Newcastle og QPR.Fyrir leik: Carlos Tevez er búinn að vera skúrkur City í allan vetur en hefur stigið upp síðustu vikur og gæti orðið að hetju í kvöld. Það yrði líklega versta martröð allra stuðningsmanna Man. Utd.Fyrir leik: Það er ekki nema þrjár vikur síðan Man. Utd var með átta stiga forskot á toppnum og flestir héldu að baráttan væri töpuð. Nú getur Man. City komist á toppinn með sigri enda með mun betra markahlutfall en nágrannar þeirra. Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Man. City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. City vann stórslaginn um Manchester-borg í kvöld og komst með sigrinum í toppsætið á betri markamun. Það var fyrirliði Man. City, Vincent Kompany, sem skoraði eina mark leiksins með skalla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sigur City sanngjarn enda sterkara liðið. Man. Utd skapaði sér ekki eitt einasta færi í leiknum. Hér að neðan má lesa leiklýsingu blaðamanns Vísis.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.Leik lokið: Man. City vinnur sanngjarnan sigur.95. mín: City fær aukaspyrnu um leið og uppbótartíminn rennur út.95. mín: United fær horn þegar mínúta er eftir. Hún var léleg. United fær innkast og reynir í örvæntingu sinni að jafna leikinn.93. mín: James Milner kemur inn fyrir Samir Nasri. Tími United að verða búinn.90. mín: Uppbótartíminn er 5 mínútur. Man. Utd hefur ekki enn skapað sér færi í leiknum.87. mín: Þrjár mín eftir og City að pressa. Áttu gott skot en De Gea varði. Þetta verða rafmagnaðar lokamínútur.83. mín: Micah Richards kemur inn fyrir Silva. Ashley Young kemur svo inn fyrir Nani. Nú verður United að láta sverfa til stáls.82. mín: Toure hættulegur í skyndisóknunum. Nú aftur með skot og mun nær en áðan. United gengur sem fyrr ekkert að opna vörn City og fátt sem bendir til þess að gestirnir muni jafna leikinn.78. mín: Scholes farinn af velli fyrir Valencia. Ekki besti leikur Scholes síðan hann kom aftur. Carrick fær svo gult spjald.76. mín: De Jong fær gult fyrir að brjóta á Welbeck. Mancini og Ferguson farnir að rífast á hliðarlínunni og þurfti þrjá til þess að halda aftur af Ferguson. Hiti að færast í menn.72. mín: Toure með skot eftir skyndisókn. Nokkuð fram hjá. City að verjast vel og United ekki að fá nein færi.69. mín: Phil Jones fær gult fyrir að sparka Barry niður. Fyrsti leikmaður United sem er spjaldaður í kvöld.68. mín: Skipting hjá City. Nigel de Jong kemur inn fyrir Carlos Tevez. Stuðningsmenn United þurfa ekki að óttast lengur að Tevez skori í kvöld. City að þétta miðjuna hjá sér en þeir hafa fallið langt aftur síðustu mínútur.64. mín: De Gea eitthvað slappur eftir að hafa varið skotfyrirgjöf Toure með fætinum áðan. Ben Amos hitar upp. Rooney dregið sig aftar á völlinn og reynir að koma sér inn í leikinn. Vantar meiri grimmd frá United og gömlu mennirnir Scholes og Giggs þurfa að gera betur. Þeir eru varla með.58. mín: Fyrsta skipting leiksins. Danny Welbeck kemur inn fyrir Ji-sung Park sem gat ekkert í kvöld.52. mín: Yaya Toure fær annað gula spjald leiksins. Fyrir að hindra Giggs.49. mín: Það er alveg ljóst hvaða lið þarf að sækja í seinni hálfleik. United byrjar með trukki og búið að fá þrjú horn. Ekkert færi samt.46. mín: Síðari hálfleikur er hafinn. Engar breytingar á liðunum.Hálfleikur: Hundleiðinlegur fyrri hálfleikur að baki en mark Kompany mun gera það að verkum að síðari hálfleikur verður væntanlega líflegri. City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í hálfleik.45.+1 mín: Vincent Kompany skorar með skalla eftir hornspyrnu Silva. Kröftugur í teignum og enginn átti roð í hann. Smalling átti að dekka en var of langt frá Kompany. Þetta er högg fyrir United rétt undir lok fyrri hálfleiks. 1-0 fyrir Man. City !!40. mín: Leikurinn aðeins að opnast á lokamínútum fyrri hálfleiks. Væri ekki ónýtt að fá eitt mark. Leikurinn þarf sárlega á því að halda.36. mín: Það verður að viðurkennast að þetta er ekki skemmtilegasti leikur í heimi. Taugaspennan mikil og liðin gefa fá færi á sér. Aguero þó í hálffæri en kom ekki skoti á markið.28. mín: City að ná smá tökum á leiknum og sóknarlotum United fer fækkandi. City þarf að sækja hraðar er það vinnur boltann af United. Gestirnir ná alltaf að komast bakvið boltann.25. mín: Aguero fær óvænt skotfæri í teignum. Hittir boltann engan veginn og skotið endar nálægt tengdapabba hans í stúkunni. Sá reis þó á fætur enda spenntur. Maradona er í leddara og með eyrnalokk ásamt mottunni góðu. Að ríghalda sér.19. mín: Ekki mikið tempó í leiknum. City með hægar sóknaraðgerðir gegn þéttri vörn United. Gestirnir sækja þó hratt. Vincent Kompany fær fyrsta spjald leiksins fyrir að brjóta á Rooney. Endursýningar leiða þó í ljós að Rooney gerði ansi mikið úr brotinu.15. mín: Enn beðið eftir fyrsta alvöru færinu. United þó sterkara það sem af er en ekki frá miklu að segja. Maradona er reyndar að skarta góðri mottu í stúkunni. Það er eitthvað.11. mín: "Lítur út fyrir að fyrsta markið verði mjög mikilvægt," segir Patrick Vieira á Twitter. Djúpur í kvöld, kallinn.9. mín: Mikið fjör á upphafsmínútunum. Gestirnir ekkert að pakka og sækja á mörgum mönnum. Virka betur stemmdir á meðan það er eitthvað stress í heimamönnum.6. mín: Silva með fyrsta skot City. Fór í varnarmann og horn. Ekkert varð úr horninu.2. mín: Þetta byrjar með látum. United skapar usla úr horni. Carrick átti skot og vildi víti. Fékk ekki sem var líklega rétt.1. mín: Leikurinn er hafinn. City byrjar með boltann.Fyrir leik: Blue Moon á blastinu og menn taka vel undir. Síðasta lag fyrir fréttir eins og venjulega. Nú má ballið byrja.Fyrir leik: Margir leikmenn Man. Utd tóku vel á móti Tevez fyrir leik. Sérstaklega Evra og Park.Fyrir leik: Leikmenn ganga nú út á völlinn og það var rafmögnuð spenna í göngunum. Einbeitingin skein úr hverju andliti.Fyrir leik: Sir Alex Ferguson hafði þetta að segja rétt áðan: "Við vitum hvernig City spilar og þess vegna ákváðum við að styrkja miðjuna hjá okkur. Reynslan skiptir miklu máli í svona leikjum og Ryan og Paul hafa leikið fleiri nágrannaslagi en allir aðrir til samans. Við ætlum okkur að vinna leikinn og vonandi verður þessi leikur mikil veisla fyrir alla. Ég hef aldrei reynt að ná jafntefli og byrja ekki á því núna."Fyrir leik: Ekki nema 15 mínútur í veisluna og það kom Mancini ekki mikið á óvart að United sé að stilla upp varnarsinnuðu liði. Jafntefli væru frábær úrslit fyrir United en City verður að sækja til sigurs.Fyrir leik: Stemningin á vellinum er hreint rosaleg og allt í Manchester í dag hefur snúist um leikinn. Löggæslumenn eru við öllu búnir og vona eftir því að allt fari vel fram.Fyrir leik: Boltavaktin ætlar að reyna að vera hress í kvöld og ef menn hafa eitthvað til málanna að leggja í kvöld geta þeir notað merkinguna #Visirsport á Twitter. Þá er aldrei að vita nema þitt innlegg komist hér inn.Fyrir leik: Ferguson hefur oftar en ekki stillt svona upp á útivelli í Meistaradeildinni. Það gaf reyndar ekki góða raun í vetur en við sjáum hvað setur í kvöld.Fyrir leik: Það er ljóst að Sir Alex treystir á reynslumennina enda bæði með Giggs og Scholes í byrjunarliðinu. Það er André Marriner sem heldur um flautuna í kvöld og vonandi verður hann ekki í aðalhlutverki. Marriner á þó klárlega erfitt kvöld í vændum.Fyrir leik: Roberto Mancini, stjóri City, er ekki lengur ósáttur við Tevez og hefur mikla trú á honum fyrir leikinn: "Ég held það séu örlög Carlosar að labba út á þennan völl og skora mikilvægasta mark í sögu City," sagði Mancini.Fyrir leik: Það eru fjórar breytingar á liði Man. Utd frá því í síðasta leik. Ryan Giggs, Phil Jones, Chris Smalling og Ji-Sung Park koma allir inn. Nokkra athygli vekur að Antonio Valencia byrjar á bekknum.Fyrir leik: Það eru engar breytingar á byrjunarliði Man. City frá því í síðasta leik. Balotelli er því á bekknum en Carlos Tevez er í fremstu víglínu með landa sínum, Sergio Aguero. Tengdapabbi Aguero, Diego Maradona, er víst mættur á leikinn.Fyrir leik: Man. City hefur ekki unnið deildina síðan 1968 þannig að eyðimerkurganga félagsins er í lengri kantinum. Hinir moldríku eigendur félagsins hafa þó breytt öllu með endalausum leikmannakaupum. Einhverjir vilja meina að félagið sé nálægt því að kaupa titil en aðrir segja þetta einfaldlega vera hluta af nútímaumhverfi fótboltans.Fyrir leik: Þó svo það sé mikið undir í þessum leik er baráttan ekki búin í leikslok. Bæði lið eiga tvo leiki í viðbót. Man. Utd á eftir að mæta Swansea og Sunderland en City á eftir að spila gegn Newcastle og QPR.Fyrir leik: Carlos Tevez er búinn að vera skúrkur City í allan vetur en hefur stigið upp síðustu vikur og gæti orðið að hetju í kvöld. Það yrði líklega versta martröð allra stuðningsmanna Man. Utd.Fyrir leik: Það er ekki nema þrjár vikur síðan Man. Utd var með átta stiga forskot á toppnum og flestir héldu að baráttan væri töpuð. Nú getur Man. City komist á toppinn með sigri enda með mun betra markahlutfall en nágrannar þeirra.
Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira