Enski boltinn

Pardew óttast að Chelsea vinni Meistaradeildina

Alan Pardew, stjóri Newcastle, segir að bjórinn muni standa í honum ef Chelsea vinnur Meistaradeildina og taki um leið mögulegt Meistaradeildarsæti af liðinu.

Newcastle er í baráttu við Chelsea, Tottenham og Arsenal um sæti þrjú og fjögur í ensku úrvalsdeildinni en þau sæti gefa sæti í Meistaradeildinni.

Það breytist aftur á móti ef Chelsea vinnur Meistaradeidlina. Þá fara bara þrjú efstu liðin í Meistaradeildina og Chelsea.

"Chelsea er ekki enn búið að vinna keppnina en þessi staða gerir það að verkum að baráttan um þriðja sætið er mikilvægari en ella. Það er flott ef Arsenal og Tottenham fara að stressast," sagði Pardew.

"Bjórinn mun klárlega standa í mér ef Chelsea vinnur Meistaradeildina og við lendum í fjórða sæti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×