Enski boltinn

Anderson og Pogba spila ekki meira í vetur

Anderson.
Anderson.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur staðfest að þeir Anderson og Paul Pogba muni ekki geta spilað meira með félaginu á þessari leiktíð. Báðir leikmenn eru meiddir.

Anderson hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir félagið síðan hann meiddist á hné í nóvember. Pogba gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir félagið enda ekki búinn að samþykkja nýjan samning hjá félaginu.

"Fyrir utan þá eru allir klárir. Ashley Young fékk smá högg í síðasta leik en ég er að vonast til þess að hann verði tilbúinn," sagði Ferguson.

Michael Owen er svo farinn að æfa á nýjan leik eftir langan tíma á meiðslalistanum. Hann mun þó ekki spila um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×