Innlent

Agnes verður næsti biskup

Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli, verður næsti biskup Íslands. Niðurstöður talningar í síðari umferð biskupskjörsins voru kunngjörðar á Dómkirkjuloftinu á fjórða tímanum í dag. Séra Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, var einnig í kjöri.

Niðurstaðan er nokkuð afgerandi. Af 477 atkvæðum sem voru greidd fékk Agnes 307, Sigurður Árni fékk 152 atkvæði og auð og ógild voru 18. Agnes verður vígð í embætti í lok júní. Aldrei áður hefur kona gegnt embætti biskups á Íslandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.