Innlent

Vill kasta krónunni og búa til Nýkrónu

Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, vill búa kasta krónunni og búa til svokallaða Nýkrónu. Þetta kemur fram á heimasíðu Lilju þar sem hún ræðir meðal annars svokallaða snjóhengju. Hún samanstendur af aflandskrónum sem komið var í skjól með neyðarlögunum og eru í raun eignir kröfuhafa.

Óttast er að „snjóhengjan" muni ryðjast út úr hagkerfinu um leið og gjaldeyrishöftunum verður aflétt, en upphæðin nemur nú um þúsund milljarðar króna.

Lilja segir að sú leið sem flokkur hennar vill að verði rædd og könnuð er hin svokallaða Skiptigengisleið. Upptaka Nýkrónu með mismunandi skiptigengi mun ekki brjóta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að hennar mati. Eigendum snjóhengjunnar stæði þannig til boða að fjárfesta innlands til mjög langs tíma áður en eignum þeirra yrði skipt yfir í Nýkrónu, sem væri talsvert verðmætari en sú gamla.

Lilja skrifar svo að lokum: „Upptaka Nýkrónu er ekki töfrabragð heldur nauðsynleg varnaraðgerð til að koma í veg fyrir aukna fátækt og stórfelldan landflótta á næstu árum."

Hægt er að lesa grein Lilju hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×