Sport

Guðmundur í stuði og Zoetermeer vann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur og félagar standa vel að vígi.
Guðmundur og félagar standa vel að vígi. Mynd / Daníel
Guðmundur Eggert Stephensen og félagar í liði Zoetermeer eru komnir með forystu í einvígi sínu gegn TTV Scyedam frá Amsterdam í undanúrslitum um hollenska meistaratitilinn í borðtennis.

Guðmundur vann báða einliðaleiki sína í þremur lotum. Þá vann hann sigur í tvíliðaleiknum í þremur lotum en tvíliðafélagi hans var Boiris De Vries.

Liðin mætast öðru sinni um næstu helgi á heimavelli Zoetermeer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×