Enski boltinn

Robson hefur áhyggjur af orðspori Young

Man. Utd goðsögnin Bryan Robson hefur áhyggjur af því að orðspor kantmannsins Ashley Young gæti orðið United dýrt á endanum.

Young er búinn að fiska tvö víti á vafasaman hátt upp á síðkastið og hefur verið mikið gagnrýndur fyrir það.

"Hann verður að passa sig núna því það eru allir að fylgjast með honum. Málið er nefnilega að United gæti verið að spila í mjög mikilvægum leik, átt að fá klárt víti vegna þess að brotið er á honum en dómarinn gæti sleppt því út af orðspori Young," sagði Robson sem er einn af sendiherrum Man. Utd.

"Hann er skynsamur strákur og veit að hann þarf að vera skynsamari í sínum leik og reyna að standa betur í lappirnar."

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, viðurkenndi að Young hefði verið fulldramatískur er hann féll og fiskaði víti gegn Aston Villa en sagði samt að það hefði verið rétt að dæma víti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×