Innlent

Þrándur óttast að hann sitji einn eftir með ábyrgðina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrándur hefur áhyggjur af því að hann einn muni taka þátt í rafrænni íbúakosningu Reykjavíkurborgar. „Ég hef engar faglegar forsendur til að vinna svona ," segir Þrándur í nýjasta örþætti sem Jón Gnarr borgarstjóri hefur sett á Youtube.

„Og hver á að hjálpa mér. Ekki gerir lögreglan það. Ég er búinn að hringja í lögregluna á hverju einasta sumri og biðja þá um að grilla pylsur fyrir krakkana. Og það hefur ekki komið svo mikið sem einn lögregluþjónn og ekki verið grilluð svo mikið sem ein pylsa," segir Þrándur í myndskeiðinu.

Myndskeiðið er gert til að vekja athygli á rafrænni kosningu á vefnum Betri Reykjavík, en hún hófst á miðnætti. Áður hafa farið fram rafrænar kosningar á vegum Reykjavíkurborgar um verkefni í hverfum borgarinnar. Þær voru haldnar í desember 2009 undir kjörorðunum Kjóstu verkefni í þínu hverfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×