Innlent

Nýr forsetaframbjóðandi: Ég hef kjark og þor

Erla Hlynsdóttir skrifar
Skagfirðingurinn Hannes Bjarnason hefur tilkynnt framboð sitt til embættis forseta Íslands. Hann er búsettur í Noregi en vill snúa heim til að taka þátt í að byggja upp nýtt Ísland.
Skagfirðingurinn Hannes Bjarnason hefur tilkynnt framboð sitt til embættis forseta Íslands. Hann er búsettur í Noregi en vill snúa heim til að taka þátt í að byggja upp nýtt Ísland. samsett mynd
Skagfirðingurinn Hannes Bjarnason hefur tilkynnt framboð sitt til embættis forseta Íslands. Hann er búsettur í Noregi en vill snúa heim til að taka þátt í að byggja upp nýtt Ísland.

Hannes hefur búið í Noregi í fjórtán ár, þar sem hann starfar sem breytingastjóri hjá stóru fyrirtæki í Osló. Hann er fertugur, kvæntur, þriggja barna faðir, og er með háskólagráðu í landafræði.

„Ég er búinn að vera hugsa mitt ráð í þónokkurn tíma, og þetta er tilkynning um framboð," segir Hannes í samtali við fréttastofu. Hann segist þó löngu tilbúinn til að flytja aftur heim.

„Það hefur náttúrulega alltaf verið á áætluninni að flytja aftur heim til Íslands. Á meðan margir hafa viljað flytja frá Íslandi eftir hrunið, þá heur eiginlega verið sterkara í mér að flytja til Íslands og taka þátt í uppbyggingunni á Íslandi."

Hannes er fjórði til að tilkynna um framboð til forseta, en auk hans gefa kost á sér þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson, sem og Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti.

Afhverju ert þú rétti maðurinn til að verða forseti Íslands?

„Hvort ég sé sé rétti maðurinn, það kemur líklega í ljós 30. júní. En ég hef kjark og þor til að taka á þeim verkefnum sem forsetinn þarf að taka við. Ég tel mig vera einn af fólkinu. Ég er óþekkt persóna í fjölmiðlum þannig að ég veit að það er á brattann að sækja, en það verður mjög gaman að fylgjast með því hvernig fólkið tekur því," segir hann.

Hannes er væntanlegur til Íslands í april, og hefur þá hringferð sína um landið. Hann hefur opnað vefsíðu vegna framboðsins, jáforseti.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×