Fótbolti

Redknapp er í vafa um hvort landsliðsþjálfarastarfið sé það rétta

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann sé í vafa um hvort það væri rétt skref að taka að sér starf sem þjálfari enska landsliðsins.
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann sé í vafa um hvort það væri rétt skref að taka að sér starf sem þjálfari enska landsliðsins. Getty Images / Nordic Photos
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann sé í vafa um hvort það væri rétt skref að taka að sér starf sem þjálfari enska landsliðsins. Redknapp er gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna enska landsliðsins og frá því að Fabio Capello sagði upp störfum hefur nafn Redknapp verið ofarlega á blaði hjá Englendingum.

Hinn 65 ára gamli Redknapp hefur á undanförnum vikum fengið ótal spurningar frá fréttamönnum um landsliðsþjálfarastarfið. Redknapp segir í viðtal við franska íþróttadagblaðið L'Equipe að hann sé ekki viss um hvað sé rétt að gera í stöðunni. „Ég er í góðu starfi hjá Tottenham og mér líkar vel í því starfi. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður," sagði Redknapp en hann ekur daglega um 200 km. á leið sinni frá og til vinnu.

„Þegar maður er að stjórna félagsliði og vantar framherja þá kaupir maður framherja. Í landsliðsþjálfarastarfinu er þetta öðruvísi. Ef það er ekki til framherji þá er það bara staðreynd sem menn verða að lifa með. Ég held líka að það sé erfitt að stjórna liði með leikmönnum sem þú færð á æfingar nokkrum sinnum á ári," sagði Redknapp m.a. í viðtalinu.

Enska knattspyrnusambandið ætlar að gefa sér góðan tíma til þess að finna framtíðarlausn fyrir landsliðið hvað varðar þjálfaramálin. Stuart Pearce stýrði liðinu í vináttuleik gegn Hollendingum á dögunum en England er á meðal þeirra liða sem leika á Evrópumeistaramótinu í sumar í Póllandi og Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×