Vigdís svarar ásökunum um brot á þingsköpum eftir Facebook-færslu 13. mars 2012 17:22 „Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís. „Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona, í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafi slitið nefndarfundi þegar í ljós kom að Vigdís hafði birt færslur á Facebook þar sem hún greindi frá fundarefnum. „Ef ég á að bera ábyrgð á lekum af nefndarfundum til fjölmiðla síðustu sextíu ára þá er ansi langt seilst," sagði Vigdís. „Þarna var ég einfaldlega að lýsa því yfir hvað hafði gerst á fundinum. Og er þessi vinstri stjórn ekki sífellt talandi um að allt eigi að vera gegnsætt." Vigdís sagði að efni færslunnar hafi verið neyðarlegt fyrir ríkisstjórnina og því hafi hún gripið inn í. „Það er grunnurinn í þessu máli,“ sagði Vigdís.Færslan sem Vigdís birti á Facebook.Aðspurð um hvort að það sé eðlilegt að nefndarmenn skuli birta færslur á samskiptasíðum á meðan fundi stendur sagði Vigdís að hún vildi ekki leggja mat á það. Hún benti á að margir þingmenn notist við iPhone snjallsíma, iPad spjaldtölvur og fartölvur. „Að sjálfsögðu setur maður inn nokkra gullmola inn á Facebook-síðuna sína þegar maður er með svona fréttir," sagði Vigdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni. 13. mars 2012 14:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
„Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona, í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafi slitið nefndarfundi þegar í ljós kom að Vigdís hafði birt færslur á Facebook þar sem hún greindi frá fundarefnum. „Ef ég á að bera ábyrgð á lekum af nefndarfundum til fjölmiðla síðustu sextíu ára þá er ansi langt seilst," sagði Vigdís. „Þarna var ég einfaldlega að lýsa því yfir hvað hafði gerst á fundinum. Og er þessi vinstri stjórn ekki sífellt talandi um að allt eigi að vera gegnsætt." Vigdís sagði að efni færslunnar hafi verið neyðarlegt fyrir ríkisstjórnina og því hafi hún gripið inn í. „Það er grunnurinn í þessu máli,“ sagði Vigdís.Færslan sem Vigdís birti á Facebook.Aðspurð um hvort að það sé eðlilegt að nefndarmenn skuli birta færslur á samskiptasíðum á meðan fundi stendur sagði Vigdís að hún vildi ekki leggja mat á það. Hún benti á að margir þingmenn notist við iPhone snjallsíma, iPad spjaldtölvur og fartölvur. „Að sjálfsögðu setur maður inn nokkra gullmola inn á Facebook-síðuna sína þegar maður er með svona fréttir," sagði Vigdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni. 13. mars 2012 14:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni. 13. mars 2012 14:22