Fótbolti

Þrír í jörðina á tíu sekúndum - einn skapheitur í Úkraínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Derek Boateng, miðvörður Dnipro Dnipropetrovsk í Úkraínu, lét skapið heldur betur hlaupa með sér á dögunum og leikmenn Vorskla Poltava fengu að finna fyrir því. Derek Boateng fékk rauða spjaldið fyrir grófa tæklingu og tók því afar illa þegar mótherjarnir hópuðust að honum.

Boateng sá til þess að þrír leikmenn Vorskla Poltava fóru í jörðina á aðeins tíu sekúndum en honum til varnar þá þurfti ekki mikið til að fella þann síðasta. Það er hægt að sjá Derek Boateng í ham með því að smella hér fyrir ofan.

Þetta var fyrsta rauða spjaldið hjá Boateng á tímabilinu. Hann er 28 ára gamall og spilar með landsliði Gana. Hann er á sínu fyrsta tímabili með Dnipro Dnipropetrovsk en lék áður í tvö tímabil með spænska liðinu Getafe.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×