Fótbolti

Dómarinn fékk einn á lúðurinn

Strákarnir í boltanum í Tansaníu eru afar skapheitir og það sannaði Stephano Mwasika, leikmaður Young Africans, rækilega er hann gaf dómara í leik síns liðs og Azam FC einn á lúðurinn.

Liðsfélagi Mwasika, Haruna Niyonzima, var rekinn af velli fyrir kjaftbrúk og þá varð fjandinn laus. Meirihluti leikmanna Young Africans gerði aðsúg að dómaranum og Mwasika gekk manna lengst.

Hann kom hlaupandi að dómaranum og gaf honum vænan hægri krók. Leiknum var samt haldið áfram og Young Africans tapaði, 3-1, og missti annan mann af velli.

Mwasika fær væntanlega eins árs bann fyrir hægri krókinn. Hann má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×