Fótbolti

Maradona: Ef Pelé er Beethoven þá er ég Bono

Maradona og Pelé eru lítið í því að faðmast.
Maradona og Pelé eru lítið í því að faðmast.
Hið endalausa rifrildi Diego Maradona og Pelé heldur áfram í dag. Pelé er nýbúinn að upphefja sjálfan er hann líkti sér við Beethoven og Michelangelo. "Ég fæddist til þess að spila fótbolta. Rétt eins og Beethoven var fæddur til þess að semja tónlist og Michelangelo til þess að mála," sagði hinn hógværi Pelé í viðtali við fifa.com.

Það fer venjulega i taugarnar á Maradona þegar Brasilíumaðurinn gortar sig og hann varð því að tjá sig um ummælin.

"Ef Pelé telur sig vera Beethoven fótboltans þá er ég Ronnie Wood, Keith Richards og Bono fótboltans því ég hef miklu meiri ástríðu fyrir boltanum en hann," sagði Maradona og bætti við.

"Ég hef aldrei heyrt neina tónlist eftir Beethoven spilaða á fótboltaleik. Svona er þetta. Í hvert skipti sem hann tekur ranga pillu þá kemur hann með svona biluð ummæli. Hann hefur líklega tekið morgunpillurnar sínar um kvöld. Hann þarf að passa sig á því að taka réttar töflur. Það væri jafn vel enn betra ef hann hreinlega fengi sér nýjan lækni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×